miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Laus og ledig-ur

Jæja, þetta er nú hætt að vera spennandi þetta atvinnuleysi. Spennandi er reyndar orðum aukið. Mér hafði í aðra röndina hlakkað til að fá smá tíma fyrir sjálfan mig eftir ritgerðaskilin og þefa aðeins af blómunum í kringum mig. Stunda íþróttir, menningast á kaffihúsum með bók um hönd, og klippa stuttmyndina mína sem flestir hafa líklegast gleymt (og ég eiginlega líka). Bara verst að til að klippa myndina þarf ég að kaupa mér nýja tölvu, og til að kaupa mér nýja tölvu þarf ég pening sem er af frekar skornum skammti þessa dagana. Ég ætlaði reyndar að bæta úr því um daginn, og fékk mér vinnu á leikskóla. Það dugði skammt því ekki aðeins fékk ég minni pening en frá A-kassanum ("atvinnuleysisbætur" (sem ég er reyndar ekki farinn að sjá mikið af)) heldur tók það mestu orkuna frá atvinnuleit sem sálfræðingur, sem er töluverð vinna út af fyrir sig.
Ég er því kominn með nóg af þessari blómalykt og er að reyna halda mér eins "professionally" uppteknum og ég get. Í því samhengi hef ég sótt ýmsa fyrirlestra og námskeið ("networking"), á milli þess sem ég punga út atvinnuumsóknum hægri-vinstri. Ég fór síðan í dönskumat hjá öðrum dönskuskóla. Það gekk það betur eða verr en seinast, eftir því hvernig á það er litið, þannig að á mánudaginn byrja ég í svona intensive kúrs fyrir lengra komna. Það mun vonandi bæta stöðu mína í atvinnuleit og "networking" við aðra sálfræðinga.
CV-ið mitt er a.m.k. alltaf að verða betra og betra, svo það er vonandi að það beri e-n árangur...

2 Comments:

At 8:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Púff, þetta er eins og skrifað á mínu bloggi, hehehe.

Gangi þér vel í atvinnuleit og CV-gerð!

Kv. Regína

 
At 8:47 f.h., Blogger Drekaflugan said...

takk sömuleiðis. Við getum svo bráðum talað atvinnuleysi og atvinnuleitina okkar, allt fríið okkar :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed