mánudagur, janúar 22, 2007

snjói snjó

Það snjóaði í dag. Ég sem hélt að við værum að fara að hætta að hafa snjó hérna í Danmörku þökk sé global warming. En maður getur víst ekki hrósað happi of snemma nei nei. Það var sko ekkert gaman að hjóla í skólann mér leið allavegana eins og í byl. Lásinn var meira að segja frosin. suss vona að þetta verði ekki slæmt. og fari helst á morgun. Líklegt, held ekki.
Svo er mar að fara í próf á miðvikudaginn lokapróf í Íþróttum. Nú er ég búin að vera í þessum skóla í 2 og hálft ár og þetta er fyrsta prófið sem ég fæ einkun fyrir. Eð annað en heima. Maður hefur alltaf bara fengið náð/ekki náð einkun. Það verður spennandi að sjá hvernig það fer. 'Eg hlakka allavegana til að vera búin að þessu. Því svo fæ ég vikufrí, ekki slæmt, áður en ég byrja svo verknáminu mínu á Jordkloden/jarðarkúlunni leikskóla á Innri Norðurbrú. Þetta er seinasta verknámið mitt.
EKki mikið meira að frétta hérna hjá mér í bili. kv Ragnheidur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed