þriðjudagur, janúar 30, 2007

spennitreyja

Já, spennan er í hámarki hér í Danaveldi og ekki aðeins útaf handboltaleiknum! Ég á nefninlega mjög erfitt með að hafa augun af símanum því ég á von á símtali hvað að hverju frá Barna- og unglingaráðgjöfinni í Helsingor, en þar var ég einmitt í mínu fyrsta starfsviðtali nú fyrr í dag. Þetta gerðist ansi fljótt fyrir sig, því það var bara á miðvikudaginn sem ég skilaði inn starfsumsókn og svo tæpri viku seinna er bíð ég eftir símtali!
Staðan sem ég sótti um var ný innan kerfisins og er ætluð að búa til úrræði fyrir börn með ADHD, nokkuð sem maður er ansi kunnugur fyrir. Viðtalið var mjög erfitt (spurningarlega séð) því það var sífellt verið að spyrja hvað "ég" gæti komið með nýtt inní starfið, hvernig ég mundi reyna byggja það upp, og fleiri þess háttar spurningar. Nokkuð erfiðar spurningar fyrir nýútskrifaðan sálfræðing. Ég náði samt að koma með nokkra góða praktískar hugmyndir og punkta um það sem ég gæti lagt til málanna og fannst mér að ég hafi skorað nokkur stig þar.
Andrúmsloftið var fannst mér nokkuð gott, sjö kvenmenn á miðjum aldri sem baunuðu á mig spurningum sem ég svaraði eftir bestu getu. Að auki náði ég nokkrum sinnum að slá á létta strengi aukreitis. Það verður því fróðlegt að sjá hvort frammistaðan mín hafi dugað til eða hvort þau vlji fá e-n reyndari sálfræðing sem er fastur í gömlum skorðum eða einn ungan og ferskan með fullt af hugmyndum! Jæja, verð að hætta núna því mér finnst endilega a síminn sé ða fara hringja bráðum...

2 Comments:

At 2:22 e.h., Blogger Gledwood said...

How come if you're in Denmark ..? Well it looks to me like you're writing in Icelandic. That curly d with a line through the top and that b that comes down a bit more ... we used to have those letters in Anglo-Saxon. Until the FRENCH invaded and their scribes got rid of them ..!

Sorry to have to write to you in English ...

I stumbled across your blog via that "next blog" button up top. I've been having fun with that facility ...

Do drop by mine if you like. It's a diary blog, quite different from yours.

Best Wishes from
Gledwood
(gledwood2.blogspot.com)

 
At 8:49 e.h., Blogger Drekaflugan said...

Because we are icelenders living in Denmark:)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed