föstudagur, janúar 19, 2007

annáll ársins 2006

Þetta er kanski fullseint en hérna kemur allavegana smá annáll fyrir árið 2006

-Janúar
já í janúar bjuggum við enþá í Árósum hugsa sér mér finnst það svo langt síðan. Þessi mánuður fór í að pakka öllum okkar eigum í kassa og bubluplast. 'Eg kláraði líka praktikina mína í Rend og hop. Sá sem veit hvað rend og hop þýðir fær plús í kladdann:)
- Febrúar
1. Febrúar leigdum við fluttningabíl og keyrðum til Köben og fluttum við Gunni inná Gerði og Kjarra á Öresundskollegiið. Ég byrjaði í Hovedstadens pædagogseminarium 5. feb fluttum við inní Svanemöllen í silfurlituðu íbúðina. Med sameiginlega klósettinu með grannanum og sameiginlegu sturtunni með sören, dan, anne, marie og já öllum í fokkin húsinu. Þar voru haldin nokkur teitin með Gerði, Kjarra, Rex og Bjössa og Fúsa sem rann í hlað 23 febrúar. Fengum tilboð í íbúð á Prags Boulevard !! Hver veit hver veit Gunni byrjaði á fullu á kandídatsritgerdinni sinni.
- Mars
Byrjaði að vinna sem vikar í Spiretoppen sem er ekki grænmetismarkaður heldur leikskóli. 5. mars fluttum við í aðra íbúð en sama klósett ef þið fattið mig, við fluttum kanski ekki inná klósettin en já íbúðina við hliðiná, sem var sem betur fer ekki með silfurlituðum veggjum. Fúsi kallinn flutti inn með okkur þar. Gunni fór á Kaiser chefs með Kjarra, Óla og Louise. Gunni byrjaði í Guðrúnu. Skoðuðu dýrin í dyragarðinum í Köben. (Mamma hvernig segir mar aftur Dýragarður á Dönsku he he)'Eg prófaði Hjólastólakörfubolta ekkert sma´skemmtilegt.
- Apríl
3. apríl fluttum við inní endanlega íbúð á Prags Boulevard 54 ekkert smá sátt. Kjarri, Gerður, Bjössi og Fúsi hjálpuðu okkur að flytja. Gunni kíkti í heimsókn til Árósa. Byrjað að selja skyr.is í Dk heitir bara skyr samt hérna. Gunni klárar fyrstu 16 síðurnar af verkefninu sinu til vejlederens síns þar af urdu 3 af þessum síðum í endanlega verkefninu. Mams kom í heimsókn með allar Arnarsmárapíurnar með sér. Good times.
- Maí
Kíktum í Fælledparken á 1. maí mótmæli margmenni mætt á svæðið. Ég lenti í árekstri á hjólinu mínu keyrdi inní bíl. Margrét og Leifur komu í heimsókn. Hjördís, Jóhanna, Kristín H, Kristín Erla, Kristín Rut, og Íris komu í eftirminnilega heimsókn til Köben. Silvía Night var púuð af sviðinu í júróvisjon. Gunni kíkti á Radiohead í KB hallen. Fórum út að borða á Umami nammi namm segi ég bara. Gerður Flutti heim gráti grát. Fúsi flutti heim gráti grát.
- Júní
Leifur kom í stutta heimsókn. Ég kláraði önnina og þar með ordin löggiltur sundkennari allavegana hér í DK. Kjarri flutti heim Gráti grát. Gunni fór á Hróaskeldu.
- Júlí
Þóra Stína kom í heimsókn í 11 daga vei vei. Við kíktum saman á Hróaskeldu á sunnudeginum og sáum ýmis skemtileg bönd. Kíktu til Malmö. Skoðuðum íslendingaslóðir með Guðlaugi Ara og Bjössa og Regínu. Fórum í útisundlaug með 10 stökkbrettum í góða góða veðrinu. Fórum til Helsingör og Helsingborg með Rex. Fórum til Porec í Króatíu og hittu ma og pa. Góð ferð. Gott veður. Kíktum líka til Slóveníu og Feneyja.
- Ágúst
11. ágúst varð Gunni 28 ára. of heitt til að gera neitt. 'Eg hljóp boðhlaup með skólafélögum mínum í Fælledparken. Boten ANna gerði allt vitlaust bæði í DK og á 'Islandi.
- September
Fórum í pílagrímsferð til Árósa og kvöddum Emil og Siggu Lóu sem voru á leið til Íslands mánuði seinna. Hittum gamla vini og kíktum á Festuge. Gunni fór á Rolling STones í Horsens með Bjössa og EMil. Ég fór í stutta heimsókn til 'Islands.
- Oktober
Gunni fór til Íslands. Ég fór til Tékklands. Keyptum okkur flatskjá. Já og svo það skemmtilegasta sem gerðist í mánuðinum var að hún elskulega litla systir mín hún Arna kom í heimsókn.
- Nóvember.
27 nóvember varð ég 24 ára. Gunni kláraði Kandídatsverkefnið sitt. Keyptum okkur ekspressókaffivél á 20 kall. Fórum á árshátið Guðrúnar. Svakalegt stuð. Pabbi kom í heimsókn frá Bergen ýmislegt gert i því tilefni.
- Desember
Keyptum fullt af jólagjafapökkum handa ykkur elskurnar mínar. Flugum heim 18 des. Eyddum jólunum í góðu yfirlæti með fjölskyldu og vinum. Sakna ykkar allra og vonandi að 2007 verði jafn viðburðaríkt og 2006.

3 Comments:

At 12:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góður annáll:) Takk fyrir að minnast ógleymanlegrar heimsóknar minnar þann 19. október, ég er snortin af stálminni þínu.
Kv. Systir þín Arna.

 
At 1:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Flottur annáll hjá þér Ragnheiður:) gaman að lesa svona yfirlit yfir árið

 
At 2:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bíddu Arna mín hvað meinaru lestu þetta nu aftur. kv Ragnheidur

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed