þriðjudagur, janúar 23, 2007

anall

Já, svei mér þá ef þessi annáll frá Ragnheiði hefur ekki kveikt í mér smá löngun til að gera einn svipaðan sjálfur. Þetta verður hins vegar ekki atburðannáll eins og hjá henni enda mundi það vera ansi mikil endurtekning. Þess í stað ætla ég að gera svona tónlistarannál fyrir árið eða svona “mest spiluðu diskarnir”. Það kemur í stað “bestu diskarnir árið 2006”, því þeir sem ég spilaði mest þetta árið komu ekki endilega út á árinu. Að auki hef ég nú oft verið svona “semi-eftirá” með nýja tónlist og sem dæmi um það þá hef ég oft kannað nýjustu diskana og ákveðið að mér líki ekki við þá, en breyta svo um skoðun ári seinna þegar allir aðrir eru búnir að nauðga þeim. Þetta ætti því frekar að heita “best of...2005” ef e-ð. Þetta endurspeglar því frekar svona tónlistasmekk minn þetta árið og hvaða múíksanta ég uppgvötaði þetta árið. Sumt af þessu er hins vegar ekki mjög nýtt af nálinni. Ég mæli með að fólk gefi sér tíma og kanni viðeigandi diska eða sérstaklega lög sem ég tel upp, því það er aldrei að vita nema það heyri e-ð sem þeim muni geta líkað.

Bestu diskarnir (í engri sérstakri röð)

The Streets: Ég útskýrði vel hvaðan þessi hrifning kom eftir seinustu Hróaskelduferð mína. Alveg merkilegt hvað svona hand-picked lög (samnefni yfir best of cd) geta gert til að breyta skoðun manns á tónlistarmanni. Hafði áður álitið hann sem frekar pirrandi white-trash týpu, en lít núna á hann sem ljóðrænan og góðan rappara sem er einn þeirra fáu rappara sem ég get hlustað á. Lög eins og Has it come to this og It´s too late og Dry your eyes mate, ættu allir að hlusta fyrst á áður en þið dæmið hann. Fyrsta og önnur platan mun betri en sú seinasta.

Flaming lips: Yoshimi Battles the Pink Robots (2002) – eflaust einn sá mest spilaði 2006. Ekki glænýr af nálinni, en hvert lagið öðru betra. Skiptir eiginlega ekki máli hvað þið heyrið af honum, mæli þó sérstaklega meðAre you a hypnotist, Fight test, og Do you realize. Féll þó í þá gildru að download.$%$#, ehemmm...”nálgast” alla hina diskana þeirra í einu, sem endaði í of miklu tónlistarflóði sem ég gat ekki melt almennilega. Nýjasti diskurinn þeirra At War with the Mystics og The Soft Parade gáfu þó ágætis fyrirheit.

Leonard Cohen: Eitt af “uppgvötunum” mínum þetta árið“. Eins og ég sagði, ekki alltaf fyrstur með fréttirnar”, og til að bæta gráu ofaná svart er þetta Best of diskur sem ég hlustaði á. En ef þið viljið fá á tilfinninguna að þið séuð “intellektjúal artý” týpur, þá mæli ég með að þið skellið Cohen á með rauðvínsglas um hönd og kertaljós, og hlustið sérstaklega á lög eins og So long Marianne, Suzanne, Who by Fire og The Partisan.

Nick Cave
: Sama uppi á teninginum hér. Hafði oftast álitið Cave sem frekar þungan og fullmyrkran fyrir minn smekk, en eftir að ég komst yfir Best of... plötuna hans að þá sá ég að hann hefur samið heilmikið af mögnuðum lögum (en samt mikið af tormeltun lögum einnig). Flestir kannast eflaust við Into my arms, og hið kraftfmikla Do you love me, en færri við lög eins og Henry Lee og hið einstaka The one I´ve been waiting for.

Kaiser Chiefs: Unemployement. Svo geta tónleikaferðir einnig skipt sköpun (sköpum? (í alvöru, hvernig?)) í tónlistarsmekk manns. Var nokkuð spenntur fyrir tónleikum þeirra hérna í Köben og kynnti mér því rækilega plötuna þeirra. Eftir tónleikana þá voru þeir búnir að stimpla sig endanlega inní tónlistarminni mitt.

Keane – Under the Iron Sea, og Hopes and Fears. Kynntist þessu bandi fyrir alvöru þetta árið og þvílíka magnið af góðe efni sem kemur frá þeim. Að vísu margt keimlíkt, en að sama skapi flest jafn gott. Þarf líklegast ekki að kynna frekar, en mæli með að fólk kíki á diskana þeirra þvi þar er fullt af efni sem ekki fór í spilun á útvarpsrásum allra landsmanna.

Jeff Who – Death Before Disco: Bjartasta von Íslendinga að mínu mati. Ef e-r er ekki búinn að rúlla þessum í gegn og hefur aðeins dansað við Barfly á skemmtistöðum borgarinnar, þá á hinn eftir góða upplifun í anda The Strokes.

The Killers – Hot Fuss. Eldri diskurinn þeirra er mun betri en sá nýji að mínu mati (enda kom sá nýju út 2006 og því varla við því að búast að ég sé búinn að melta hann almennilegaJ). Allt hörku hressir slagarar þar á ferð!

Arctic Monkeys – Whatever people say I am, I am not. Þessi rétt skreið inn á listann. Heyrði í þeim snemma árs en það var ekki fyrr en undir lokin að ég augun opnuðust. Kraftmikið rokk með nokkrum hörku slögurum. Allir kannast við I bet you´ll look good on the dancefloor, en hvað með lögin A certain romance og Dancing shoes?

Coldplay – Castels. Eftir að vera búinn að hlusta samfleytt á Coldplay í fimm ár, sá ég fram á pásu í þeim málum þar sem þeir voru sjálfir búnir að lofa pásu í útgáfum. Það var þó áður en þeir gáfu út samansafn af B-hliðar lögum af smáskífum og öðru efni sem rataði ekki inná hina diskana þeirra. Fullt af eðalalögum a la Colplay og brúar bilið þar til næsta skífa þeirra lítur dagsins ljós. Crest of waves og Things I don´t understand raða sér einna hæst.

Þessir rötuðu einnig hátt:

Depeche Mode: Væri eflaust á toppnum ef ég hefði drattast á tónleikana með þeim á Parken, já eða í Árósum.

Ampop – My Delusions: Engin rakin snilld, en samt ansi mikið spilaður og vel virði góðrar hlustunnar.

Pink Floyd: Eru stöðugt í spilun og tek ég jafnan gott Floyd-ara tímabil. Eftir Roskilde hinsvegar, þar sem ég bókstaflega táraðist á tónleikunum, met ég þá enn meir en áður. Ef e-r efast um þá, þá fær lagið til dæmis Comfortably Numb alla til að snúast til betri vegar.

Þessi kemur sterkur inn á nýju ári:

Hotel Costes – 2006: Samansafn safaríkrar House tónlistar og ekta “kaffihúsatónlist” tekið saman af plötusnúði hins þekkta hótels Costes í París. Þeir sem hlusta í laumi á Party Zone á Rás 2 ættu að kíkja á þessa eðalblöndu af þvi besta í house tónlist 2006. Er þegar búinn að “nálgast” 2003, 2004 og 2005 og er ekki svikinn.

vona að þið hafið enst lesturinn og orðið e-u fróðari

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed