fimmtudagur, nóvember 09, 2006

ísinn brotinn

Jæja, ætli það sé ekki kominn tíma til að skrifta aðeins. Ekki að ég hafi syndgað neitt rosalega mikið undanfarið þar sem ég hef nú varla farið út fyrir Amager seinustu vikurnar, en það er víst rétt að láta aðeins vita af sér. Man ekki einu sinni hvenær ég fór seinast úr fyrir Amager. Jú, nú man ég það, það hefur líklegast verið þegar ég fór á tónleika með HAM um daginn sem voru mjög hressandi...æi nei, þeir voru haldnir hér á Amager.

En amk góðir tónleikar þar sem m.a. spiluðu grænlensk, dönsk og færeysk bönd. Það var eitt færeyskt band sem hét Makrel og spilaði ansi flott lágstemmt rokk. Gítarleikarinn þeirra var samt víst e-ð vant við látinn því þeir voru með lánsmann á gítarnum. Ekki spáði ég nú mikið í því fyrr en ég rakst á þessa grein á málefnin.com Mæli með að þið kíkið á hana ef þið vitið ekki enn um hommafóbíu Færeyinga.

En allaveganna hef ég verið við sama gamla bókasafnshornið seinustu vikur og hef ákveðið að ekki minnast einu orði á þá setu þar sem sú umræða (einræða) er orðin ansi þreytt. En nú get ég bara ekki lengur orða bundist því nú er endirinn í sjónmáli. Þokan hefur verið svo ansi þykk undnafarið að ég hef ekki séð endinn fyrr en núna, og hann er yfirþyrmandi nálægur. Vona bara að það verði ekki skipsbrot. Meiri fréttir af því þegar það að kemur, því get ég lofað.

Það er annars merkilegt hvað allt þetta dúllerí eins og að gera efnisyfirlitið getur tekið langan tíma, og er bara alls ekki eins auðvelt og manni grunar í byrjun. Það mætti jafnvel halda því fram að efnisyfirlitið sé erfiðasti hluti ritgerðarninnar!! :) Segi svona, en samt sem áður verða fyrirsagnirnar og undirfyrirsagnirnar allar að passa við innihaldið og svo verður uppsetningin líka að vera skilmerkileg. Ég er hins vegar oftast meira fyrir "visjúal" áhrifin og því er yfirlitið ekki eins einfalt uppsett eins og sumir myndu hafa það. En það getið þið sjálf dæmt um eftir að þið hafið lesið ritgerðina ;)

Efnisorð: , , ,

2 Comments:

At 8:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehehe, getur maður farið að búast við að fá eintak af ritgerðinni í afmælis- eða jólagjöf næsta árið? Gott að heyra að þið eruð á lífi! Hildur

 
At 11:59 f.h., Blogger Drekaflugan said...

haha, það hin fínasta hugmynd. Takk fyrir að benda mér á það systa :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed