fimmtudagur, október 26, 2006

Ég er búin að festa kaup á flugmiða til Íslands í Desember. Ég var aðeins of sein í ár, áttaði mig ekki á að það væri svona stutt til jóla. Ég kem heim 18 desember og Gunni líka he he það má nú ekki gleyma kallinum. Hann er reyndar ekki búin að kaupa miðann. 'Eg verð síðan að fara tilbaka til DK þann 1. janúar 2007 þar sem verðið þann 2 janúar var 10000 kr hærra suss. Gunni ætlar þó að vera nokkrum dögum lengur. Ég er að fara í próf 3 janúar svo ég verð að fara fyrr.
Við Gunni erum svo að fara út að borða í kvöld því við eigum 4 ára ammli. Ætlum að prófa stað sem er hérna í hverfinu okkar vonum bara að það sé eð gott.
Annars er bara alveg nóg að gera hjá okkur báðum. Gunni að klára ritgerðina og ég að gera 2 ritgerðir og að fara að halda fyrirlestur jæks hlakka nú ekki til þess.
'Eg verð að játa að ég er farin að hlakka til jólana og þarf ég alveg að hemja mig í að setja jólalögin á fóninn.
Arna Vala litla systir mín var í heimsókn hjá mér um seinustu helgi frá fimmtudegi til mánudags. Við kíktum útá lífið, á strikið og í tívolí. Því miður náði hún að verða veik meðan hún var hérna en svona er það. Alltaf gaman að fá heimsóknir.
Ragnheiður Ósk

3 Comments:

At 2:11 e.h., Blogger Unknown said...

Nau... Kynntust þið á afmælisdegi mínum fyrir 4 árum...?
Ég man vel eftir því partý því það var jú í síðasta sinn sem ég hélt uppá afmæli mitt á Íslandi... Eins gott ég bauð Gunna :) annars hefuð þið aldrei kynnst...

 
At 7:13 e.h., Blogger Drekaflugan said...

Já var þetta afmælispartý hjá þér, auðvitað! Til hamingju með afmælið og takk fyrir góð partý ;)

 
At 10:41 f.h., Blogger Unknown said...

Takk sömuleiðis :)
Mikið væri annars Ragnar Gunnarsson fallegt nafn á frumburði...

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed