ALEINN...
Já, hann Guð gefur og hann Guð tekur. Það sýndi sig gersamlega í gær þegar okkur Ragnheiði áskotnaðist geymsla ein í kjallararnum hérna. Það hafði tekið húsvörðin aðeins 6 mánuði að hreinsa úr henni, og svo rann stóri dagurinn upp í gær. Ég ákvað að halda upp á herlegheitin með því að horfa á Man United etja kappi við Celtic, en því miður náði ég ekki að sjá Gravesen gera í buxurnar, því um það bil sem leikurinn var að hefjast...þá ákveður sjónvarið að nú sé nóg komið og slekkur á sér! Ég veit ekki hvort það vildi að ég ætti að fara aftur að læra eða hvað, en það vill allaveganna ekki kveikja aftur á sér.
Kannski er þetta bara ég...Ragnheiður er farin, næst besti vinur minn er farinn (sjónvarpið), græjurnar eru farnar í viðgerð og ég bíð bara eftir að tölvan gefi upp öndina. Það er nú kannski ekki svo langt í það, því hún hæsir og hvæsir allan daginn vegna hita og lyklaborðið er svo heitt að puttarnir á mér eru næstum bókstaflega “on fire”. Hún er í notkun allan daginn í ritgerðinni, og svo sömuleiðis á kvöldin að downloada e-m bíómyndum í lélegum gæðum sem vantar svo seinustu 20 mínúturnar á (Pirates of the Caribbean – og mikið rosalega er hún nú leiðinleg, hélt ég væri að horfa á barnatímann...”no offense” til allra krakkanna sem eru að lesa síðuna).
Það er kannski spurning um að gefa tölvunni frí í kvöld svo hún hverfi ekki á brott frá mér... MEÐ ALLA RITGERÐINA MÍNA, sjitt ég er farinn að senda sjálfum mér e-mail...
: )
þar sem enginn nennir að commenta (tel þetta fra Alexi reyndar ekki með, hann skilur ekkret i þessu:)
þá kommenta ég bara sjálfur...
ohh...þá neyðistu víst til að kaupa flatskjá...
kv.
Gunni (keep up the good work)