fimmtudagur, mars 23, 2006

dugnaðurinn

Mikið rosalega er ég ánægður með sjálfan mig. Dugnaðurinn í manni. Búinn að koma mér á fætur fyrir klukkan átta alla þessa viku, og koma mér fyrir framan tölvuna í þeim tilgangi að verða e-ð áleiðis með ritgerðina góðu. Það eru engin smá áhrif sem dagsbirtan gerir fyrir andann, líkaminn er bara búinn að taka við sér þegar klukkan slær hálf átta.
Það gæti reyndar líka verið að það séu e-r áhrif frá sambýlisfólki mínu sem þurfa að vakna hálf sjö og hálf átta, það virkar hvetjandi (eða truflandi) og því fín ástæða til að rífa sig upp. Svo gæti það líka verið vinnumennirnir sem byrja með múrbrjótinn klukkan 07:00 í húsinu við hliðiná. Eða það gæti líka verið blanda af þessu öllu.
Gæti verið ansi löng tilraun að reyna finna útúr þessu orsakasamhengi um hvað hafi áhrif á upprisuna. Held ég haldi mig bara við dugnaðinn í sjálfum mér og eigni honum morgunrisuna (nei, ekki þá morgunrisuna hehe).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed