þriðjudagur, október 25, 2005

Daninn er sko þannig að...

Já, nú er ég búinn að vera bæði í skóla hér og í vinnu og er nú búinn að komast að nokkru sem a.m.k. á við Dani á báðum þessum stöðum. Það er hve duglegir þeir eru að taka með sér nesti. Nú er ég að vinna á stórum spítala og þar sem er ansi stórt, gott og sérstaklega ódyrt mötuneyti sem er skammt frá (heit máltíð á 25 dkr, góð samloka á 16 dkr og kókflaskan á 6 dkr!). Samt sem áður er ég næstum sá eini af u.þ.b. 40 manna vinnustað sem fer og fæ mér að snæða þar! Flestir aðrir eru með lítinn nestispoka með ávöxtum eða grænmeti líkt og agúrkubita, tómat eða gulrót og þá oftast nóg af gulrótum. Þá skiptir engu hvaða starfstétt er um að ræða, hvort sem það eru læknar, sálfræðingar, pædagogar...allir koma þeir með lítið og sætt nestisbox með rúgbrauðinu sínu í eða ennþá grófara (og þá á ég við grófara rúgbrauð). Þeir eru alveg aðdáunarverðir hvað þetta varðar!
Nú er það bara að hafa opið auga fyrir öðrum aðstæðum og sjá hvort það sama eigi við fólk þar (á maðurinn ekkert líf?).

3 Comments:

At 2:06 e.h., Blogger Drekaflugan said...

tad er aldeilis ad thessi er hrifinn, kannski solldid ad ykja en leyfum honum bara ad vera...hann er svo vinalegur :)

 
At 2:47 e.h., Blogger Regína said...

Athyglisvert komment þarna á undan... En í sambandi við nestið þá finnst mér þetta ekki baun aðdáunarvert mér finnst þetta bara óþolandi. Hvernig væri að kaupa sér súkkulaðistykki annað slagið? Koma með kex með öllu grænmetinu? Bara svona til að láta mér líða betur:)Djös öfgahollusta hjá þeim.

 
At 10:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hi hi bara ad skila kvedju fra Tyrklandi, erum buin ad koma okkur fyrir a hotelinu og buin ad fa okkur Tyrkneskan kebab, sem likist sko ekkert teim kebab sem vid tekkjum. Tviliki matsedillinn a veitingastadnum bara med allskonar kebabi mjog gaman ad profa svona odruvisi, kvedja Gerdur og Kjartan

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed