blogging and rolling...finally
Jæja, back again. Tek upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. Er nú kominn til Danmörkur í sólina og bjórinn. Það virðist fylgja sólinni eins og skugginn að opna sér einn kaldan. Svo er nú líka búinn að vera festugen...fyrir þá sem hafa verið með okkur frá byrjun muna kannski eftir henni, en það er svona menningarvika, sem sagt menningar nótt sinnum 7, kannski aðeins dreifðara en jafn mikið af fólki og partýstandi alla dagana. Vorum kannski ekkert rosalega menningarleg, en samt ekki heldur ómenningarleg. Nutum þess bara að rölta og skoða, og drekka og borða í góðra vina hópi.
Svo kom Ingi Björn Fame-ari með meiru í heimsókn ásamt konu sinni Kristínu (sem var n.b. með mér í gaggó...small world). Við ásamt Ingabirni úr Heklunni og konu (eruð þið orðin ringluð? skoðið bara myndirnar) gerðum okkur tvo góða daga í bænum og í tívolíinu og Frjálsa fallinu...úff bara enn skemmtilegra en seinast.
Ferðin hjá þeim féll næstum í skuggann á mýflugnarbitunum á mér, það kom n.b. skuggi af bólgunni sem kom í kjölfarið. Þar sem ég er nú með alla þessa sálfræðimenntun á bakinu ákvað ég að sálgreina þessa flugu sem ákvað að gera mér lífið leitt, og er á því að hún sé haldin áráttu þráhyggjuröskun. Hún nefninlega beit mig á nokkrum stöðum hægra meginn á líkamanum, og á NÁKVÆMLEGA sömu staði á vinstri helminginum, ég er að tala um uppá cm. Ráðlögð meðferð...sleppa þessu bara alfarið. Held ég sé með ofnæmi eða e-ð slíkt, þetta er ekkert eðlilegt. En nú eru það bara húsráðin, B- vítamín og bjórdrykkja...jújú þið heyrðið rétt, uppgufunin af B-vítamíninu í gegnum húðina vegna bjórdrykkju á víst að hafa fráhrindandi áhrif fyrir þessar litlu elskur. Ég ákvað að prófa það sjálfur...þ.e. þetta með bjórinn :) og so far so good.
Svo er nú langt síðan tekið var til í verslunarmálum. Við ákváðum að prufa svona þema fyrir þennan verslunarleiðangur og að versla aðeins það sem byrjar á bókstafnum P. Við keyptum því prentara, pókerpakka, púða og potta. Ég skora því á þá lesendur sem hafa tök á því að lýsa yfir áhuga á pókerkveldi hér í Hasle í nálægri framtíð, spilað verður Texas Hold´em undir hæfilegri bjórdrykkju.
Jæja, þá er að fara elda e-ð af þessum kílóum af kjötmeti sem keypt var á góðu verði...þangað til næst.
Líst vel á að taka smá póker.