bloggi blogg
Jæja ég hef gefið undan og ákveðið að blogga. He he nei ég hef nú ekki bloggað neitt því mér hefur ekki fundist ég hafa neitt að blogga um en hér koma nokkrar línur.
Það sem helst er í fréttum er að ég er að fara til Köben um helgina að hitta Stínu H og Hjördísi það er mikil tilhlökkun í minni enda verður þetta örrugglega hörkustuð. Svo helgina eftir það þá fær Gunni að koma með mér til Köben því þá erum við að fara að heimsækja Gerði og Kjarra í Lýháskólann sem þau eru í einhverstaðar rétt hjá Köben hmm verð eila að finna útúr því hvar þessi skóli er eila svo við getum komið í heimsókn. He he he. Það verður eflaust líka frekar hresst því það er allavegana svaka stuð hjá þeim þarna. Læra á kajak, læra hönnun og ljósmyndun og nóg af djammi.
Svo ætla ég nú ekki að gleyma honum pabba mínum hann var að verða 50 ára þann 18 sept til hamingju með það pabbi og konan hans hún Reidun var svo sniðug að gefa honum ferð til DK í ammlisgjöf vei vei, þannig að hann kemur í heimsókn 12 til 16 oktober.
Það er nú varla að maður hafi tíma fyrir praktikina með öllum þessum heimsóknum hingað og þangað en jú maður reynir að láta þessa passa saman. Ég er núna að lesa fullt sniðugt um sanseintegration og Howard Gardner og A. Jean Ayres svaka gaman að því fyrir mig allavegana. Það var einmitt ein 8 mánaða að byrja á deildinni og það er svoldið skrítið því hún er svo miklu yngri en hin börnin á deildinni. En samt mjög spennandi að sjá hvernig það er fyrir svona ungt barn að byrja á vöggustofu.
Svo ætla ég að monta mig aðeins en ég sló hlaupametið mitt í dag og hljóp 9 km takk fyrir einn tveir ekkert smá stollt.
En svo er nú kanski ekki svona neitt mikið annað að frétta af mér þessa dagana. ble í bili Ragnheidur
Hey þú gleymdir að segja frá því að við ætlum nú að kíkja til þín á mánudeginum:) má sko ekki gleyma því skví:)