Í fréttum er þetta helst
Nú er langt um liðið síðan ég bloggaði seinast, það er nú ekki það að mikið hafi drifið á daga mína nei frekar hitt he he. Ég kíkti reyndar í heimsókn til Gerðar og mömmu hennar í Köben um seinustu helgi fórum á mega útsölur á strikinu, fórum í Tívolíið bæði föstudags og laugardagskveld. Helgi Palli frændi hennar er að vinna þar og bauð okkur. Hann er að vinna við ljós og eð sona tæknidót fyrir tónleika ofl. þarna vinnur meira að segja stundum með Margréti drottningu sem er búningahönnuður. Fórum á Jensens á laugardagskveldinu. Fórum svo á nýju ströndina á Amager á sunnudeginum frekar stór og flott strönd. Enda var þetta lika glimrandi góða veður alla helgina.
Ég var á skypinu í gær að tala við Ísland eða allavegana fólk sem býr þar og mér heyrist leikaraliðið í Flags of our fathers vera að fara með landann. Systir mín og vinkonur hennar búnar að djamma með Billi Elliot og Kristín Erla búin að fara á deit með Jesse Bradford. Ég er sko ekki búin að hitta neinn frægan og ég er í útlandinu. Ekki nema það teljist með að ég sá Birgittu Haukdal í Tívolíinu í Köben he he.
En í dag er svaka mikið að gerast í vinnunni það er verið að vígja leikskólann því nú á hann að vera íþróttaleikskóli og svo á leiksólinn afmæli og það er sumarveisla það er sko allt að gerast. Ég verð örrugglega dauð þegar dagurinn er búinn. Svo kemur Louise Gade og Flemming Knudsen og halda ræðu það vita náttla allir Íslendingar hérna í Árósum hver það eru... ég verð nú að játa að ég hafði nú ekki glóru um hvaða fólk væri verið að tala um, þá var þetta borgarstjórinn núverandi og sá sem var á undan. Svona veit maður mikið um bæinn sem að maður býr í.
Ég bý í Hasle og þar búa slatti af innflytjendum sem er nú ekki frásögum færandi nema hvað að í fyrrakvöld voru gengisslagsmál hérna rétt hjá þar sem ég bý gúlp... Ég hrökk við kl 22 þegar einhverjir hlaupa framhjá glugganum hjá mér stend upp og kíki út þá sé ég lögguna hlaupa í garðinum hjá mér, fékk svo að vita það daginn eftir að Trillegardsgengið hefði haft upphafið að um 30 manna slagsmálum hérna´. Mér finnst þetta nú ekki alveg nógu sniðugt. En þetta gengi er víst samansett af innflytjendum hérna úr hverfinu....
Ragnheidur kveður úr gettóinu
Hvaða bloggleti er þetta?? sýna lit, koma so!! HL