þriðjudagur, apríl 05, 2005

mor og far pa besog

Þá eru mamma og pabbi haldin heim á leið. Þau komu á laugardagskvöldið og þá var mikið spjallað skoðað myndir frá Berlín og skoðað hinn ýmsa íslenska varning sem að þau komu með alls konar blöð og tímarit til að rifja upp hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á Íslandinu. Elduðum wok að sjálfsögðu. Daginn eftir var farið í Bazar Vest og skoðað í Tyrkneskar búðir. Það eru nefninlega ekki margar verslanir sem eru opnar á sunnudögum hérn í Danmörku. Svo var farið niður í miðbæ og notið veðurblíðunar sem var með hinu besta móti þessa helgina. Sátum á útikaffihúsi við sýkið. . . óborganlegt. Um kvöldið fórum við svo út að borða á kínverskum stað og borðað 5 og 6 rétta málsverðir namm namm. Mánudagurinn var svo aðallega notaður í búðunum eða frá 11 til 20 já tíminn var sko notaður. Ég keypti mér svo strigaskó fyrir sumarið þrátt fyrir að maður ætlaði að fara að spara eftir Berlín. Svo má ekki gleyma að það var spilað pictionary og kanasta. En nú er ég hér á leið í vinnu og mamma og pabbi voru líklega að setjast upp í ferjuna á leið til Köben og Gunni sefur á sínum kodda heima í Kappelvænget.
Sigfús eða Fúsi er svo að koma í dag og ætlar að vera hjá okkur fram að helgi svo að fjörið er ekki búið. Ble ble Ragnheiður

3 Comments:

At 7:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir bakkann, þetta var sko voðalega fínt;) hlökkum til að sjá ykkur í sumar
kveðja
pínupons og kristín erla

 
At 8:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

pakkann hahahhaha

 
At 10:43 e.h., Blogger Drekaflugan said...

gaman að heyra að þu ert buin að fa hann eg oð alveg ut i buð um leið og eg fekk frettirnar. Hlakka ekkert sma til að sja ykkur i sumar

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed