Vaktavinna
Já ég er í vaktavinnu á Solbo og ég verð að játa að það er ekki svo slæmt ég átti að vera að vinna 2 daga í þessari viku miðvikudag og fimmtudag. En svo var vejlederinn minn ( sú sem sér um mín mál í praktikinni) að hringja í mig áðan og segja að ég ætti ekki að mæta á morgun miðvikudag, þar sem það væri starfsmannafundur og ég ætti ekki að vera á honum svo að ég fékk bara frí. Lúxuslíf þetta. Einn vinnudagur alla vikuna.
En á sunnudaginn síðastliðinn var svokallað Fastelavn haldið á Solbo. Það er samt í raun á næsta sunnudag en það var haldið núna svo að öll systkini og fjölskylda kæmust með. þetta er eiginlega öskudagur þeirra dana. Allir voru í grímubúningum og kötturinn sleginn úr tunnunni. Svo er þetta eiginlega líka bolludagur því að síðan var bollukaffi. Þeir eru sona praktískir og slá þessu bara saman. En á fastelavn fara börnin og banka uppá hjá fólki og syngja og fá nammi í staðinn eins og . . . öskudagur. Þetta var mjög gaman að fá að vera með í þeirra hefð.
Við vorum einnig rétt í þessu að panta ferð til Berlínar um páskana, ég, Gunni, Gerður og Kjarri það verður ekki leiðinlegt. Það var mjög erfitt að ákveða hvert ætti að fara en við völdum Berlín fram yfir London í þetta skiptið það er nefninlega þónokkuð ódýrara að fara þangað. Svo höfum við aldrei komið þangað. Það er bara svo að mér hefur aldrei þótt Þýskaland það spennandi vegna mjög leiðinlegrar þýskukennslu í MK nú er að sjá hvort að ég hafi ekki kolrangt fyrir mér (ég vona það allavegana :)
Svo ætlum við Gunni að kíkja á Guðrúnu og Tjörva í Odense um helgina. Það er sko nóg að gerast í ferðamálum hér á þessum bæ.
Auf wiedersehen Ragnheidur
Hallú
Mér líst vel á þú sért að fara til Germany það er sko landið:) Flottar HM búðir og barasta á góðu verði........´
Og svo geturu nýtt þér þýskukunnátuna sem við lærðum í MK forðum daga (sagði að þú ættir eftir að geta nýtt þér hana seinna meir)
Kveðja
Kristín H
oooo er pláss fyrir einn enn til Berlínar ;) Berlín er merkileg borg og var það mikil sæla að eyða stundum sínum þar :)
Ég reyni að muna hvað var það merkilegasta og hverju má ekki sleppa ;)
Ég gleymi alltaf að kvitta fyrir orðsendingar mínar.....
Dæsí