mánudagur, febrúar 28, 2005

Óskarsverðlaunin

Nú sitjum við Gunni hérna við imbakassann og löng nótt framundan klukkan er 2 og erum við buin að vera að fylgjast með rauða dreglinum, nú erum við svo að bíða eftir að verðlaunaafhendingin byrji. Það verður gaman að sjá hvað við náum að endast lengi.
Við buðum Regínu og Bjössa í kaffi og pönsur í dag og það var voða fínt og kósí.
Strákarnir horfðu á úrslitaleikinn í bikarnum Chealse vs Liverpool. Þegar liðið var á síðari hluta leiksins fór ég að fylgjast með og já það gerist sko alls ekki á hverjum degi að ég fylgist með fótbolta. Já og það var bara spennandi því að það var actually skoruð mörk ( í fleirtölu). Ég er nú ekki viss um að þessi upplifun eigi eftir að verði til þess að ég fari að fylgjast meira með.
En mamma hringdi í dag og var búin að finna ódýrt flugfar með express, svo að mamma og pabbi koma í heimsókn hingað til Árósa 2 apríl. Vei
Bless í bili Ragnheidur

5 Comments:

At 11:12 e.h., Blogger Regína said...

Hvað segirðu, eigum við að kíkja á boltann næstu helgi? Strákarnir geta bakað pönnsur á meðan;)
Regína

 
At 10:07 e.h., Blogger Drekaflugan said...

Já alveg endilega, en kanski getum við horft á e-ð annað en boltann ;) En líst vel á þetta með pönnsurnar.

 
At 10:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja gunni, þú skuldar mér 3 ár af vísindaferðaskutli og svo flýrðu af hólmi þegar maður þarf á þér að halda!! ekki aaalveg nógu gott .. hrfpmm
Er fúsi búinn að selja bílinn? spá í að taka hann upp í skuld ;)

 
At 10:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Djók, gleymdi, Hildur in case you were wondering ....

 
At 6:59 e.h., Blogger Drekaflugan said...

hehe já mig grunaði nú það, en mér virðist sem e-r er búinn að gleyma mörgum bílferðum til Le Nil :) Nú er bara um að halda keðjunni gangandi og ganga á þann sem vill endilega fá að keyra, jú nó hú æ mín ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed