mánudagur, janúar 17, 2005

Madonna Mamma mia

Fór út að skokka í dag. Að hluta til var þetta til að fá ferskt loft og koma sunnudagssleninu úr sér, en einnig til að hita upp fyrir næstu sem mun einkennast af snjó, skíðum og fullt af brekkum!! Jebb, það er bara verið að skella sér til Ítalíu í viku í skíðaferð með pabba og Hildi systur minni. Það ætti nú að vera ágætt, eða kannski frekar: draumur sem rætist!! Ég er nú búinn að undirbúa mig vel undir þessa ferð: 10.325 ferðir niður Bláfjöllin, 934 hrasanir (ehemm...ég byrjaði nú mjög ungur), og 312 stökk á stökkbrettum (skýrir einnig fjölda hrasana...að hluta til). Sem sagt, ég er tilbúinn. Hef reyndar verið að reyna fyrir mér á snjóbrettinu góða, en hef töluvert lakari tölfræði þar. Aðallega þó þar sem það hefur ekki snjóað í fjöllunum eins og það gerði í "dentid" þegar maður var sem trylltastur á skíðum. Ég get þó státað af sárum hnéskeljum og þeim aumast afturenda að ég gat ekki sest niður sársaukalaust í mánuð eftir að ég prófaði snjóbretti í fyrsta sinn yfir eina helgi, í Noregi, þar sem hafði ekki snjóað í margar vikur, og færið var tja...frekar hart.

1 Comments:

At 10:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er ekki til harðfeni í Madonnu, það getur bara ekki verið annað en feitur púðursnjór og geggjað færi! Mundu bara eftir sólgleraugunum! ;)
HL

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed