laugardagur, janúar 08, 2005

Húsgagnadagurinn mikli

'I gær var húsgagnadagurinn mikli, við Gerður byrjuðum á því að skanna bæinn fatabúðalega séð, það var nú ekkert leiðinlegt skal ég ykkur segja. Klukkan 4 var svo ferðinni heitið í Ilvu og Ikea þar var mikið spáð og spekúlerað við enduðum með að kaupa ljósan sófa og ljósan skenk í stofuna. Foreldrar hans Gunna gáfu okkur pening til að versla e-ð fyrir heimilið og við keyptum sumsé sófan fyrir þann pening. Takk fyrir okkur Leifur og Margrét. Svo var ég alveg að fríka mig langaði svo í þennan skenk svo að við ákváðum að skella okkur á hann líka og nýta þannig ferðina því að það kostar um 3000 isk að senda heim. En ég get ekki annað sagt en að ég sé mjög sátt. Núna sitjum við Gerður og býðum eftir að sendingin komi. Annars er allt gott að frétta héðan og það er búið að vera mjög fínt að fá Gerði í heimsókn svo að ég tali ekki um að fá Gunna heim í kotið. Hann er núna í skólanum í æfa sig að vera sálfræðingur voða gaman hjá honum.
Hilsen Ragnheiður

1 Comments:

At 2:07 e.h., Blogger Kristín H said...

Hallú !!
Hvað á ekkert að blogga Ragnheiður mín og segja manni hvernig gengur í starfsnáminu.....:)allavegana vona að það gangi bara vel og sé skemmtilegt:)

Kveðja
Kristín H

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed