fimmtudagur, september 23, 2004

Glöggt er nýbúans augað

Já, það verður ekki annað sagt en að Danirnir hugsi vel um rónana sína. Flestir kannast við "socialinn", þ.e. atvinnuleysisbætur sem í gegnum tíðina hefur verið einföld hérna leið fyrir marga (útlendinga sem Dani) til að koma hingað út og njóta góða lífsins án þess að vinna. Þeir eru nú e-ð búnir að herða á þessu vegna gífulegs fjölda innflytjenda sem þyrptust hingað og slökuðu á, og skilst mér Íslendingar hafi ekki verið nein undantekning þar. En allaveganna, þá fá þeir atvinnulausu, mjög oft rónar, einnig styrk ef þeir eiga hund! Hundarnir verða nú að borða líka e-ð, það er nú hinsvegar spurning hve mikið af þessum pening rennur ofan í ginið á atvinnuleysingjunum í stað gin hundsins. Og svo eru víðsvegar svona strætóskýli hér og þar ásamt borðum, oftast nálægt verslunum (styttra að labba með bjórkassann) þar sem þeir mæta galvaskir snemma á morgnanna og taka til óspilltra málanna. Það er nokkuð skondið stundum að sjá þá, þeir geta stundum verið svo alvörugefnir að drekka kl. 10 á morgnanna. Það mætti halda að þeir séu að vinna við þetta. Nei, auðvitað er þetta líf ekkert til að gera grín að, skamm Gunnar!...en svona er þetta...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed