helgin sem er að líða undir lok
Er maður orðinn gamall þegar maður er að spila Kanöstu á laugardagskvöldi...og bridge á fimmtudagskvöldi?
Annars fórum ég og Óli á tónleika í Nørrebro á föstudagskvöldið eftir að hafa kíkt og nokkra flotta bari. Mæli með Bankenråt á Nansensgade fyrir áhugasama. Tónleikarnir voru sæmó, e-ð indie rokkband sem ég sá auglýst í blaðinu fyrr um daginn. Man ekkert hvað þau heita sem segir kannski ýmislegt. Reyndar var upphitunarbandið miklu betra!
Það var því töluverd Nørrebróderað um helgina, því á laugardeginum fórum ég og Rags aftur á sömu slóðir en nú um daginn. Nørrebro er bara finnst mér eitt það skemmtilegasta hverfi í köben. Margir tengja það nú við gettó og e-ð “slum”, en stapreyndin er að þar er mest lifandi og fjölbreytilegasta mannlífið sem ég hef séð. Urmull af flottum design búðum og kaffihúsum sem voru svo gerð góð skil á. Svona New York fílingur (held ég, hef reyndar aldrei komið þangað :).
Við vorum reyndar hálf skökk og kjánaleg mestallan daginn. Ragnheiður var að prufa nýju skóna sína og þrátt fyrir nokkur varúðarorð sem hún lét sem vind um eyru þjóta, uppskar hún fljótlega nokkur góð hælsæri og haltraði því um götur borgarinnar uns við fundum apótek og plástra sem linuðu aðeins óþægindin. Hvað mig varðar þá var ég nú litlu skárri. Ég hafði tekið ansi massífa hlaupaæfingu með Árna hlaupagarpi daginn áður, en þrátt fyrir mikil átök og mikla vellíðan að henni lokinni, þá hef ég e-ð náð að misstíga mig og marist undir ilinni. Þetta var því svona “haltur leiðir haltann” göngutúr hjá okkur. En skemmtilegur samt sem áður.
Næst skaltu taka betur á því, þú áttir ekkert að vera lifandi eftir þetta :)
Ég vona að þú verður duglegur við að koma þér í form fyrir hlaupið 2.maí.
þetta verður vonandi enga stund að jafna sig, þá kem ég tvíefldur tilbaka!