þriðjudagur, janúar 30, 2007

I smell smoke

Fannst ég vera búinn að finna einkennilegan fnyk í íbúðinni seinustu mínútur. Var ekki frá því að um brunalykt væri að ræða. Er ég því búinn að hnusa hér og þar í íbúðinni og búinn að fullvissa mig um að lyktin kemur ekki héðan. Lít ég þá út um gluggann minn og sé ágætan reykjastrók leggja frá íbúðinni ská fyrir neðan. Mig grunar að það sé kviknað í og rek hausinn út um gluggann. Neinei, þá eru bara grannarnir að grilla svona í góða verðrinu útá svölum, í lok jan!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed