sunnudagur, nóvember 12, 2006

Sunday morning

Sólardagur, það þýðir bara eitt. Allt rykið og óhreinindin verða svo sýnileg að það bara verður hreinlega að gera e-ð í því. Villtur ryksugudans var því stiginn með græjurnar hátt stilltar klukkan 10:30 í morgunn. Græjurnar voru kannski stilltar aðeins hærra en venjulega í von um að Villti Tryllti Villi sem býr fyrir ofan okkur mundi vakna, þar sem hann hélt fyrir okkur vöku nóttina áður með ansi hressilegu partýi til klukkan 04:30.
En helgin er annars búin að vera hin ágætasta. Við fórum á tónleika með Keane á föstudaginn og svo var svona jóla “rehersal” kvöldmatur haldin hérna á laugardaginn. Við elduðum hangikjöt með öllu tilheyrandi og skelltum jóladiski undir geislann. Eftir það var í anda kristinnar trúar og krossferðanna farið að breiða út Guðs orð alla leið til Íraks og Kína í tölvuleiknum Battlefield 2. Ég hef klifrað ansi hratt upp metorðastigann þar enda búinn að eyða rúmlega 100 stundum fyrir framan skjáinn. Spurning hvar ritgerðin væri ef ég hefði eytt þeim tímum aðeins skynsamlegar? Og þó, ég hef aðallega spilað á kvöldin og ef ekki væri fyrir útrásina væri ég líklegast búinn að myrða e-n hvort sem er. Well, back to writing...

Efnisorð: , , ,

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed