mánudagur, nóvember 20, 2006

Restructuring the disorganized world


Jæja góðir hálsar og hælar, þá er komið að´essu. Hverju spyrjiði? Jú, þarna heyri ég rétt svar úr horninu aftast. Lokapunkturinn er kominn yfir i-ið og feita konan er búin að synjga sitt síðasta. Ég er búinn með ritgerðina!!!þetta eru þá búnir að vera hvað 10 mánuðir. allaveganna það. Var byrjaður að lesa mér til í janúar áður en við fluttum til köbenen, en vinnan hófst svona ekki formlega fyrr en e-n tímann í feb. Vá það er langt síðan. Þá bjuggum við á Svanemöllen og hressileg partý með Bjössa, Rex, Gerði, Kjarra og Fúsa voru daglegt brauð. Mikið vatn runnið sjávar síðan þá.

En fyrst maður er í Danmörku, þá gerir maður eins og Danir gera, þeir vinna skipulega, rólega og yfirvegað. Og það er það sem ég gerði. Ég var oftast mættur 8-10 og var mína 8 tíma á virkum dögum, þannig að þetta gerir þá í kringum 5 x 8 x 4 x 9 tímar (give or take a week) samasem 1440 tímar.

Nú er það bara ferð til Árósa að skila stykkinu og hlamma því á borðið á skrifstofunni og segja e-a flotta setningu. Það verður að vera e-ð annað en "Iðll be back", það passar ekki alveg...hef rútuferðina á morgunn til að spá í því.

eins og þið sjáið er ég mjög stoltur að verkinu og hef skellt nokkrum myndum af því á netið, svona til að æsa ykkur aðeins upp. Ég veit vel að ykkur langar að sökkva tönnunum í það og fyrir þá allra hörðustu get ég glatt ykkur með því að vídeómyndin mun bráðlega fylgja í kjölfarið.

Já, þetta var amk mjög lærdómsríkt ferli, og gæti ég eflaust rumpað af einni annarri ritgerð á hálfum þessum tíma ef ég ætti að byrja á nýrri (eftir smá hvíld bien suir). Ég veit reyndar ekki hovrt maður eigi eftir að leggja í slíkt verkefni aftur, það verður amk et godt stykke tid indtil det sker.


kv
Gunni "Maestro"

Efnisorð: , ,

3 Comments:

At 12:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju big bro!!!!!!!!
Ógilla duglegur! :)
Kv Hildur (þú veist, þessi ljóshærða, eldri systirin! ;) )

 
At 12:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með að vera búin með ritgerðina:)
Kveðja Kristín H

 
At 9:25 f.h., Blogger Drekaflugan said...

Já takk kærlega fyrir það báðar tvær

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed