Þjónustu (ó)lund
Í gærkvöldi var mikið húllumhæ í miðbæ Árósa. Opið í búðunum til miðnættis og mikið um tilboð, skemmtiatriði o.fl. Við Gunni ákváðum að kíkja á þetta, fyrst vildum við þó fá okkur í gogginn. Við fundum Indónesískan veitingastað og leist bara vel á, við fengum strax borð en þjónustan var þó ekki upp sitt besta. Við þurftum margoft að byðja um hlutina, t.d. matseðil, fá að panta og svo að bíða eftir matnum, við ýtrekuðum margoft að við værum að drífa okkur. Við fengum matinn loksins eftir 75 mínútur og já þá var þetta líka langa og fallega hár í matnum mínum. Ég sýni þjónustukonunni þetta og hún kippir sér nú ekki mikið upp við það. Við vorum nú búin að missa alla matarlist og borguðum fyrir drykkinn og gengum út. Eigandanum var svo mikið sama um þetta allt saman að það hálfa var nú alveg nóg.
Við ákváðum að láta þetta nú ekki á okkur fá og fórum nú niður í bæ og klukkan farin að nálgast 11 svo lengi höfðum við verið á þessum bö#%+a stað. Við hittum Sindra og röltum í búðirnar og keyptum nú ýmislegt þar á góðum tilboðum. Ég keypti mér mjög flott stígvél í Dope á 100 kr það er náttla bara ekkert verð. Hefði alveg viljað ná betri tíma í bænum og skoða þetta betur. Þvínæst röltum við niður á torgið fyrir framan dómkirkjuna og hlustuðum á Olsen bræður syngja eurovision lagið fly on the wings of love og fleiri góð lög. Svo var skemmtuninni slúttað með flugeldasýningu af þaki Magasín. Það var reyndar smá slatti af rigningu en við létum það ekki á okkur fá. Við kíktum svo í heimsókn í nýju íbúðina hans Sindra( sem er bara SVO flott) væri sko alveg til í að búa þarna í miðbænum. Svo var farið heim að sofa í nýju fínu sængurfötunum okkar mmmmmm. Dejligt. Kvedja Ragnheidur
"sofa"?!?
Ég kann sko betri endi á góðum degi í svona fínum sængurfötum he he...
SL
Já, að gera púðavirki? Ég veit, við erum búin að því núna, og það var sko ekki leiðinlegt...!!