föstudagur, maí 20, 2005

svartur fimmtudagur

Já það fór ekki eins og skyldi hjá Selmunni okkar í gær. Ég veit ekki hvernig þetta er heima, en hérna var haldið júróvisjón party sem betur fer, því það hefði verið ansi mikið svekkelsi að ætla "spara" það til laugardagsins...nema náttlega menn seú svona "hardcore fans". En þetta var þvílíka bíóið í gær...þessi lög. Það er jákvæð þróun í þessu og svo líka neikvæð. Sú jákvæða er að menn eru farnir vísitandi að brjóta upp formið og senda hin ótrúlegustu "atriði" leyfi ég mér að segja. Moldavía með ömmuna í bakgrunni og Norsararnir með frábært tribute til glansrokktímabilsins. Það er eflaust margir brautryðjendur fyrir þessu og líkt og Botnleðja reyndi að gera, en mér finnst alltaf Austurríkisbúinn í þarseinustu keppni (sem n.b. var með mömmu sína líka) einna bestur. Muniði, hann var alltaf að grípa um punginn á sér :) Það gerir keppnina bara skemmtilegri enda var maður orðinn alveg ótrúlega þreyttur á trumbusláttum og lögum með austrænum áhrifum líkt lag Rustlönu hérna í fyrra...alveg eins og Selma okkar gerði að mínu mati. 25 lög eru bara alltof mikið. En svo komu "neikvæðu" áhrifin sem ég set undir gæsalappir því ég ætla ekki að vera sá hræsnari og neita því að athygli mín jókst til muna þegar maður sá suma keppenduna þarna. Ég efast nú ekki um að lagið þarna með þessum fjórum súludönsurum í miniminipilsunum hafi halað inn þónokkur atkvæði hjá karlþjóðinni. Spurning hvað Selma gerir næst...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed