komin heim eftir 13 tíma ferðalag...frá Bergen, ekki Afríku!
Þá erum við ferðafuglarnir komnir aftur í hreiðrið eftir skemmtilega ferð til Bergen. Við tókum náttúrulega fullt af myndum sem forvitnir geta skoðað hér . Þið þekkið rútínuna eftir svona ferðalög...mynd segir meira en...jájá þið kannist við frasann.
Annars er nú frekar fátæklegt í bloggskjóðunni þessa dagana, aðal púðrinu er eytt í ritgerðum hjá mér svo maður er hálf tómur þegar heim er komið. En það er farið að koma smá mynd á næstu mánuði hjá okkur og er farseðillinn kominn í hús. Koman á klakann er sett þann 3. júlí um miðnætti, vel hress eftir Hróaskelduna eða megnið af Hróaskeldunni a.m.k. Smá misskilningur á dagssetningum gerðu það að verkum að við förum heim á sunnudeginum þegar lokatónleikarnir eru eftir :( Snillingar eru við, en það kostar of mikið að breyta svo við verðum bara að kyngja því. En það er kannski bara ágætt fyrst ég er að fara að vinna á meðferðastöð fyrir unglinga svo ég verði bara ekki tekinn í misgripum fyrir nýjan skjólstæðing...
Gunni í óbyggðum
Hehehe, týpískur Gunni á neðri myndinni ;)
Var þemað núna the great white hunter eða hvað??
Kv, Hildur sis
:) hehe ja e-d solleidis...in order to survive in the jungle, one must live by the law of the jungle :=D