fimmtudagur, maí 26, 2005

Klósettpappír til sölu . . . kostar eina tölu

Jæja langt síðan að ég hef skrifað e-ð hérna. Það hefur nú samt ekki mikið drifið á mína daga síðan síðast. Nema. . . Faktaklósettpappírsævintýrið ógurlega. Allavegana þá fórum við Gunni í Fakta( dönsk bónus) síðastliðinn sunnudag og sjáum þar fólk streyma útúr Fakta með tíu pakka af klósettpappír á mann, við röltum inní búðina og þar var fólk að ráðast á klósettpappírinn með kjafti og klóm. Hvað er verið að gefa þetta, það hlýtur að vera. Heyrðu við ákváðum að fara samt að fara og versla. Við tókum 3 pakka af klósettpappír, en vá fólk var með fullar innkaupakörfur fullar af klósettpappír. Heyrðu svo fundum við út að það mátti bara að taka 5 pakka, já þessvegna var fólk með börnin sín með sér. Svo fann ég það út á daginn eftir að það var ekkert að gefa þetta heldur var 7 danskar kr í afslátt. O my god.
Ragnheidur kveður í bili frá klósettpappírsveldinu Danmörku

1 Comments:

At 7:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ja hérna, það hlýtur þá að vera í lagi þó þið Gunni fengjuð bæði heiftarlega í magann! Ég hélt nú að við Íslendingar ættum heimsmet í kaupæði þegar um afslætti er að ræða!!! Bestu kveðjur, Adda

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed