laugardagur, apríl 30, 2005

Johnny Deluxe tónleikar

Gærdagurinn var mjög fínn og þá er ég að tala um föstudaginn 29 april ef einhver skildi lesa þetta e-ð seinna en í dag. Allavegana var ég mætt í tíma kl hálf níu en svo kom í ljós að kennarinn var veikur svo að við fórum heim til Line bekkjarsystur minnar að spila trivial. Fyrsta skipti sem að ég spila danskt trivial það gekk svona upp og ofan en það var mjög mikið af spurningum um Danmörku og danskt fólk og ég gat ekki neitt af þvi en allavegana vann liðið mitt vei vei.
Um kvöldið fór ég svo á Johnny Deluxe tónleika í Tívolí Friheden en það er tívolíið hérna í Árósum. Við byrjuðum á að hittast heima hjá mér, ég, Regína, Hildur, Edda, Jórunn og Ragna. Svo tókum við strætó í tívolið komum svona líka akkúrat þegar þeir voru að byrja. Við þekktum nú reyndar bara 2 lög en það var samt mjög gaman. Þeir voru meira að segja með Birgittu Haukdal lookalike í bakröddum. Gunni kom svo þegar líða var undir lok tónleikana en hann náði samt báðum lögunum sem að við þekkjum. Þið getið farið inn á síðuna þeirra ef þið viljið vita hvað ég er að tala um http://www.johnnydeluxe.dk/ Svo fórum við og kíktum aðeins á tívolítækin og ég fór í rússíbanann en þetta var í fyrsta skipti sem að ég fer í rússíbana sem að fer á hvolf. En svo fór Gunni í frjálsa fallið sem er þarna. ofurhuginn. Ég setti inn nokkrar myndir í myndalink 3 ef þið viljið sjá stemninguna. ble i bili Ragnheidur sem er að fara til Noregs á Þriðjudagsmorgun

1 Comments:

At 10:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég veit um nokkrar í partýinu í gær sem hefðu viljað vera með ykkur á Johnny :) Vá þær voru sko öfundsjúkar :) hahahh
- Hjördís

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed