boltalíf
jæja, þá er tími fótboltans genginn í garð hér í Árósum. Æfingarnar á mölinni og innanhús voru aðeins fordmsmekkurinn að því sem koma skal. Þetta verður gaman, leikur í gær og æfing í dag (úff..), já lappirnar eru frekar þreyttar en sælar. Svo er framhaldið þannig að það verða tvær æfingar á viku, á grasi nota bene, og svo leikur einu sinni í viku. Tímabilið byrjaði í gær með 0-2 sigri á móti Gellerup liðinu ACFC boldklub. Maður hafði nú varan á enda er Gellerup gettóið hér, stórar blokkir með jafnvel nokkrum fjölskyldum í einni félagslegri íbúð. En leikurinn var prúðmannlega spilaður og manni var bara boðið uppá kaffi í lok leiks! En mögnuð saga samt úr utandeildinni heima, eða reyndar nokkrar, er þegar FcFame var að keppa við lið Afríku sem var skipað liðsmönnum úr þeirri heimsálfu, og dómarinn þurfti að blása leikinn af því leikmenn Afríku voru orðnir of fáir eftir fjöldann allan af rauðum spjöldum og þeir eltandi okkar menn um allan völl til að fækka aðeins í okkar liði...