sunnudagur, febrúar 13, 2005

innlyksa á laugardegi

Rólyndis helgi að baki. Hun reyndar með krafti með 2 klst. fótboltaæfingu hjá heklunni sem var haldin i fyrsta skiptið úti (með flóðljosum þ.e.). Þá eru þetta orðnar tvær æfingar i viku, einu sinni inni og einu sinni uti. Erum á möl til að byrja með en svo færum við okkur braðlega yfir á grasi. Maður hefur ekki spilað á því almennilega síðan á barnsaldri en hérna er grasið iðagrænt allt árið um kring. Læt hérna linkinn fylgja með fyrir áhugasama www.sfhekla.dk En, já helgin...svo héldum við okkur í æfingu í Pictionary og vorum ein heima að æfa okkur ef e-r skyldi vilja spila við okkur e-n tímann. Neinei, við spiluðum við grannanna okkar Regínu og Bjössa, en hún er einmitt með mér í sálfræðinni og Björn er í Viðskiptaskóla Árósa. Ég skelli hérna linkinum yfir á síðunum þeirra og hvet fólk til að kíkja á þetta hressa og skemmtilega par; www.reginaola.blogspot.com og www.bjornhildir.blogspot.com. Á laugardeginum gerðist síðan nokkuð sem ég hef ekki séð gerast hér amk. Það byrjaði aðeins að snjóa..og það snjóaði og núna á sunnudegi snjóar enn stanslaust! Meira að segja mjög mikið, janfvel á íslenskan mælikvarða! Við ætluðum nú samt að kíkja út í smá pásu á laugardeginum og hjóla út í IKEA, (hvert annað?) En þegar út var komið, datt sú hugmynd fljótlega upp fyrir...

Posted by Hello
Seinna um kvöldið var síðan gerð önnur tilraun til útrásar þegar við ætluðum að skella okkur í bíó. Í þetta skipti komust við aðeins lengra eða alla leið út í videoleigu. Þar sem það snjóaði svona mikið fannst okkur alveg tilvalið að leigja "jólamyndina" Bad santa. Ekki alveg myndin til að sýna á annan í jólum, en samt ein besta "jólamynd" sem ég hef séð og mæli ég sterkleg með henni. Svo var bara sukkað með nammi, snakki ofl. ofl og hjúfrað sig undir teppi í þessu óveðri.

2 Comments:

At 10:08 e.h., Blogger emil+siggalóa said...

Hey, fyndið - þetta er nákvæmlega það sama og við gerðum á laugardagskvöldið, sama videomyndin og allt! Ég er fegin að ég fór ekki á hana um jólin ;)

Kveðja, Sigga Lóa

 
At 10:24 e.h., Blogger Drekaflugan said...

já, maður hefði líklegar farið úr jólaskapinu en hitt...en þessi snjór virkaði ansi jólalegur

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed