innlyksa á laugardegi
Rólyndis helgi að baki. Hun reyndar með krafti með 2 klst. fótboltaæfingu hjá heklunni sem var haldin i fyrsta skiptið úti (með flóðljosum þ.e.). Þá eru þetta orðnar tvær æfingar i viku, einu sinni inni og einu sinni uti. Erum á möl til að byrja með en svo færum við okkur braðlega yfir á grasi. Maður hefur ekki spilað á því almennilega síðan á barnsaldri en hérna er grasið iðagrænt allt árið um kring. Læt hérna linkinn fylgja með fyrir áhugasama www.sfhekla.dk En, já helgin...svo héldum við okkur í æfingu í Pictionary og vorum ein heima að æfa okkur ef e-r skyldi vilja spila við okkur e-n tímann. Neinei, við spiluðum við grannanna okkar Regínu og Bjössa, en hún er einmitt með mér í sálfræðinni og Björn er í Viðskiptaskóla Árósa. Ég skelli hérna linkinum yfir á síðunum þeirra og hvet fólk til að kíkja á þetta hressa og skemmtilega par; www.reginaola.blogspot.com og www.bjornhildir.blogspot.com. Á laugardeginum gerðist síðan nokkuð sem ég hef ekki séð gerast hér amk. Það byrjaði aðeins að snjóa..og það snjóaði og núna á sunnudegi snjóar enn stanslaust! Meira að segja mjög mikið, janfvel á íslenskan mælikvarða! Við ætluðum nú samt að kíkja út í smá pásu á laugardeginum og hjóla út í IKEA, (hvert annað?) En þegar út var komið, datt sú hugmynd fljótlega upp fyrir...
Seinna um kvöldið var síðan gerð önnur tilraun til útrásar þegar við ætluðum að skella okkur í bíó. Í þetta skipti komust við aðeins lengra eða alla leið út í videoleigu. Þar sem það snjóaði svona mikið fannst okkur alveg tilvalið að leigja "jólamyndina" Bad santa. Ekki alveg myndin til að sýna á annan í jólum, en samt ein besta "jólamynd" sem ég hef séð og mæli ég sterkleg með henni. Svo var bara sukkað með nammi, snakki ofl. ofl og hjúfrað sig undir teppi í þessu óveðri.
Hey, fyndið - þetta er nákvæmlega það sama og við gerðum á laugardagskvöldið, sama videomyndin og allt! Ég er fegin að ég fór ekki á hana um jólin ;)
Kveðja, Sigga Lóa
já, maður hefði líklegar farið úr jólaskapinu en hitt...en þessi snjór virkaði ansi jólalegur