mánudagur, febrúar 07, 2005

Fastelavnsdag...eða var það ekki í gær?

Ég varð frekar undrandi í dag þegar dyrabjöllunni hringdi, enda ekki á hverjum degi sem það gerist. Mig grunaði strax að sjónvarpsnjósnarinn væri á ferðinni því ég hafði heyrt bjöllunni við hliðiná hringt líka. Þar var ekki svarað svo ég svo ég leit örlítið út um gægjugatið til að bjóða nú ekki sjónvarpsrukkaranum í bæinn. Ég sá ekki neinn en opnaði nú samt, og sá þá mér til ánægju að þar voru mættar tvær litlar stelpur með teiknað yfirvaraskegg á sér. Ég vissi strax hvert erindið var því Fastelavnsdag var í gær (held ég) sem er það sama og öskudagur og bolludagur hjá okkur. Litli stelpurnar byrjuðu að að syngja um fastelavnsdag og bollur. Hún var meira að segja með svona hristara á sér til að halda takti. Ég hlustaði hugfanginn og þegar honum var lokið rétti hún fram hristarann...Ég var nú ekki alveg með á nótunum en þá voru þær að biðja um peninga og hristarinn var í rauninni sparibaukur. Ég brosti nú að þessu og spurði hvort þær ættu ekki að fá nammi (eins og það væri e-ð betra). Þær sögðust alveg þiggja það, ég sá þá tækifærið og losaði mig við allt þetta "náttúrunammi" sem ég er búinn að eiga uppí skáp í marga mánuði, döðlur, rúsínur og svo lét ég þær líka fá sitthvora mandarínuna...nei..ég er nú ekki svo leiðinlegur. Þær fengu sitthvort Marsið og Extra tyggjóið til að tyggja á eftir. En mér fannst það athyglisvert þetta með peningana og svona til að krydda þetta aðeins að þá frétti ég seinna í dag að stundum koma foreldrar með börnunum og þá sá ég nú þetta alveg fyrir mér. Pabbinn stendur yfir þeim og horfir fast á húseigandann sem veit að það er best að vera ekkert að spara aurana :) nei , ég segji svona.
En ég var nú sem betur fer búinn að frétta það hvað það "ad bolle" þýðir (samfarir), því ég held að ég hefði nú heldur betur fengið gapandi andlitin á móti mér þegar ég færi að segja frá Bolludeginum heima og bolluvöndunum...jaa...og alle barnene i skolen boller hinanden i roven, og hejmme boller aller i familien hinanden!!!

1 Comments:

At 4:44 e.h., Blogger Regína said...

Hahaha! Eins gott að þú varaðir við þessu áður en ég fór að lýsa íslenska bolludeginum fyrir einhverjum.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed