stund milli stríða
jæja, þá er ég búinn að prufa hvernig það er að setja sig í spor sálfræðings, þess sem sækir meðferðina og matsaðila á meðferðinni. Ég er búinn að vera í verklegúm tímum í sálfræðinni þar sem okkur er skipt í smáa hópa og við látin taka viðtal við hvort annað líkt og sálfræðingar gera, og ég get alveg fullyrt að það er mjög spennandi en tekur jafnframt mikið á. Ég er allaveganna búinn að koma heim alveg gjörsamlega úrvinda seinustu daga. Núna fyrst væri viðeigandi fyrir og ættingja og aðra húmorista að spyrja hvort "ég ætli núna að sálgreina þau" þar sem þetta voru fyrstu tímarnir okkar í þessu hlutverki, og kannski ekki seinna vænna. En nú er viku hlé (til að hvíla kennarana og okkur) og get ég nú fyrst aðeins prufað nýja sófann okkar og pakkað almennilega upp úr farangrinum. Hvað þá að horfa á allar myndirnar og hlustað á alla tónlistina sem ég náði að sanka að mér meðan ég var heima í ljúfu jólafríi.