föstudagur, september 10, 2004

Þrír maurar komnir í búið

Jamm, búið hjá okkur er alltaf að stækka. Í þessum töluðu orðum var samsetningu á þremur borðstofustólum að ljúka. Þeir fengust í IDE möbler eftir eftir mikið erfiði, en þeir áttu mjög erfitt með að koma þeim til skila. Þetta eru svona eftirlíkingar af "maurnum" eftir Arne Jacobsen og taka sig vel út. Maður er bara kominn með myndarlegt safn af verkfærum sem fylgja með mublunum, enda þær orðnar ansi margar. Ég fékk þó veglegt verkfærasett frá Boga, bróður pabba í afmælis/útflutningsgjöf og man ég greinilega eftir því. Ég var að kveðja tengdó þegar hann kemur og segist vona innilega að "hjálpartækin" eigi eftir að koma mér vel, og brosir lymskulega.
gunz

1 Comments:

At 2:57 e.h., Blogger Gerður said...

Hallo hlakka til ad sja hja ykkur, er orugglega mjog flott ef eg tekki tig rett Ragnheidur, ert med svo flottan stil sko :) eg veit ekki hvernig eg a ad hafa efni a ad kaupa allt i buid en tad reddast orugglega (læt bara Kjartan um tad hann a sko miklu meiri pening en eg :) ). En eru tessir stolar ta eh odyrari, hvad kostar eitt svona stykki, bara ad forvitnast.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed