miðvikudagur, september 08, 2004

Þriðjudagur 8. september

Jæja þá er maður búin að fara enn eina ferðina í Bilka ( fórum í gær) og eins og vanalega keyptum við allt of mikið við keyptum reyndar svo mikið að við urðum að taka leigubíl! Núna erum við samt eiginlega búin að kaupa allt sem við nauðsinlega að eiga nema kannski hillu á baðherbergið... En allavegana þá er allt þrumufínt hérna góða veðrið er hér ann sól og blíða og 23 til 25 stiga hiti og ekki ský á himni... maður getur allavegana ekki kvartað! Ég keypti mér körfu á hjólið í gær og ég er mjög sátt mér finnst ég vera aðeins danskari fyrir vikið. 'Eg hitti Evu vinkonu Amöndu og Kötu í bænum í dag. Ég hélt að hún byggi í Köben þannig að það var mjög gaman hitta hana hún er sko á öðru ári (held ég) í læknisfræði. Svo er maður bara að reyna að vera duglegur að lesa.
Hún mamma mín er að verða 50 ára á mánudaginn held ég að það sé, allavegana er það 12 september sem er afmælisdagurinn hennar og hún fór til Parísar í rómantíska helgarferð með eiginmanninum sínum ( sko pabba) og já þannig var það. Ég er að fara að hitta studiegruppen minn á morgun og ég veit ekkert hvert ég á að fara en ég vona að ég finni útúr því ....
yfir og út Ragnheidurosk


1 Comments:

At 12:00 f.h., Blogger Kristín H said...

Til hamingju með mömmu þína:)

Knús og kossar til þín:)

Kveðja frá litlu eyjunni Íslandi
Kristín H

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed