Praktik, sol og sumar
Þá er maður búin að fá að vita hvert maður fer næst í praktik. Ég var mun heppnari núna en í fyrri praktikinn. Við skulum allavegana byrja á því að segja að ég verð aðeins fljótari á leiðinni í vinnuna, þegar ég var í fyrri praktikinni var ég 1 klukkutima á leiðinni en núna verð ég hálfa mínútu þar sem þetta er bara hérna í næsta húsi þvílíka snilldin og þetta er það sem ég vildi helst fá þetta er vuggestue með 0-3 ára börnum og þetta er mikið af innflytjendum eða 15 þjóðerni sumsagt spennandi verkefni framundan. Þetta er samt ekki fyrr en 1 ágúst svo að það er smá byð í þetta hjá mér.
Nú er ég komin í langt helgarfrí því að á morgun er svokallaður store Bedesdag sem er einhver gamall hátíðisdagur hérna í Danmörku.
Gerður og Kjarri sitja núna í rútu á leiðinni hingað í heimsókn, við ætlum að byrja á því að kíkja á tónleika á universitetsbarnum sem eru í kvöld og svo sjáum við hvað setur, en krakkar mínir ég get lofað ykkur því að það verður kíkt í búðir. Það er bara svoleiðis þegar tveir shopoholikar hittast og þá er ég ekki að tala um Gunna og Kjarra nei nei ég er að tala um mig og Gerði þá er það bara svo að það er verslað.
Svo að lokum vil ég óska öllum ÍSLENDINGUM nær og fjær til hamingju með að í dag er fyrstu dagur sumars.
En sumarið er náttla löngu komið hérna í Danmörku svo að þeir halda ekkert uppá svona lagað.
Kærlig hilsen Ragnheidur Ósk
Til hamingju með praktik staðinn ;) ég veit hann var langþráður....
já ég ætlaði nú að spyrja þig um þennan dag á morgun því að það er merktur frídagur í dagbókinni minni og þá verð ég forvitin :)
Sumarkveðja Hjördís :)
Gleðilegt sumar:)
........ og Ragnheiður ég bið að heilsa H&M aðal búðinni:=)
Kveðja Kristín H
Hey thad er kúl, þá verðuru ekki lengi heim ur vinnunni thegar eg kem i heimsokn til thin i agust=)
Og hva verduru lengi ad vinna a hverjum degi?
KvTinna Litla systir=)
já Hjördís ég veit því miður ekkert meira um þennan frídag nema að þetta var sett saman úr einhverjum gömlum frídögum og gerður einn frídagur. Allt allavegana lokað á þessum degi