þriðjudagur, apríl 12, 2005

lítil börn og tímamismunur

Sæl öll
Þið verðið að afsaka en maður er orðinn frekar lélegur í þessu bloggi undanfarið. Mér finnst ég ekki hafa neitt það markvert að segja en hér koma þó nokkrar línur.
Það er búið að vera mikið að gera í barneignum í kringum mann undanfarið Sigga Lóa og Emil eignuðust litla krúsídúllu og stuttu síðar kom Kristín Erla með aðra krúsídúllu. Þar sem að ég bý í Danmörku er soldið langt fyrir mig að fara og skoða snúlluna hennar Kristínar Erlu svo að ég verð að lát mér nægja að skoða síðuna hennar á barnalandi og hún er sko algjört krútt. En ég er heppin með að Sigga Lóa og Emil búa hérna í Árósum svo að við Gunni kíktum í smá heimsókn þangað um daginn og malla mía ég vissi ekki að þetta kæmi í svona litlum pakkningum, hún var svo lítil að ég var alveg viss um að ég myndi brjóta hana. En annars er nú ekki mikið hérna að frétta. Svo var ég eð að hringja í Rsk heima á Íslandi útaf eð í sambandi við skattalega heimilisfestu. Og mér var sagt að hringja aftur eftir klukkan eitt og tala við einhverja ákveðna konu svo að ég hringi aftur kl 1 og spyr um þessa konu. Og þá segir hún þú verður að hringja aftur eftir hádegi og ég segji en mér var sagt að hringja kl 1 og þá segir konan: Já og klukkan er 11 hérna. Já djók tímamismunur. Þetta var mest ljóskulegt. Það var sumsé ekki meira í bili. Kveður Ragnheidur með 2 tíma í tímamismun.

2 Comments:

At 6:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ ragnheiður!!

Ekki vissi ég að þú værir með blogg, en gaman! ;) er búin að setja link inn á dúkkulísurnar á síðuna þína. Hlakka til að sjá þig í sumar. Sjáumst ;)

 
At 6:24 e.h., Blogger Regína said...

Hehehe, mjög gott þetta með tímamismuninn.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed