85%
Já já núna þegar þið hélduð að ég væri hætt að röfla um praktikina mína þá byrja ég að skrifa um þá næstu en ég var nebbla að kíkja á staðinn sem að ég á að vera á og líst svona líka svaka vel á. Ég verð með Vöggustofu börnunum en það eru 12 börn þar. Börnin eru 6 mánaða þegar að þau byrja svo að þetta verður svolítið nýtt fyrir mér. En það sem er mest spennandi er að það eru 85% tosprogede börn eða börn sem tala tvö tungumál. Það eru börn þarna frá 15 mismunandi löndum. Það er sko ekkert smá. En líka annað spennandi er að þetta er svokallaður íþróttaleikskóli, þar sem áhersla er lögð á hreifingu hjá börnunum, ekki beint eins og við þekkjum hana út að hlaupa og í sporthúsið nei meira svona í gegnum leikinn. Mig langar mest að byrja bara á morgun en ég verð að bíða þar til 1 ágúst.
Við Gunni höldum svo á vit ævintýranna á þriðjudaginn en þá fær Gunni að hitta Tengdapabba í fyrsta skipti við erum nebbla að fara í heimsókn til Bergen í Noregi
Það er nóg að gerast og tíminn flýgur áður en maður veit af verður maður komin heim í sumarfrí... Ble ragnheidur
Það er satt hjá þér tíminn líður ekkert smá hratt þessa dagana:) Hlakka geðveikt til að fá þig heim í sumar.........:)
Allavegana góða ferð til Bergen og góða skemmtun:)
Knús Kristín H