jólakötturinn sleginn úr tunnunni
Þetta var góður dagur í gær! United komið áfram í bikarnum og svo var aðeins kíkt á grímupartý í gær. Þetta var á kollegíi bekkjarsystur Ragnheiðar, og ekki virðist hafa verið mikil stemming fyrir því þar sem við vorum þau einu úr bekknum sem mættu. Við vorum nú reyndar ekki búin að hafa mikið fyrir búningum sem betur fer, en Danirnir virðast nú ekki alveg vera nógu vel að sér í jólasveinunum. Ég mætti með pottinn og þegar einn spurði mig hvað ég ætti nú að vera, þá sagðist ég bara vera "a guy who just likes pot alot". Hann hefur nú greinilega verið betur að sér í jólasveinunum en aðrir því það lifnaði heldur betur yfir honum og svo sagði hann eitthvað svona "groovy". Svo benti hann á vin sinn sem var held ég í grímubúning og var klæddur eins og Bob Marley. Sá heimtaði að ég fengi mér smók af sígarettunni sinni. Svo tylltum við okkur niður í ansi þægilegan sófa þar sem við ræddum um tilgang lífsins og himingeiminn...Neiiiiiiiii, þið eruð nú farin að vita betur að trúa ekki öllu sem ég skrifa, en ég læt nú vita ef ég er að grínast líkt og í þessu tilfelli. Annars var nú ekki mikil stemming þar sem við þekktum ENGAN þarna. Við tylltum okkur því bara niður og skemmtum okkur yfir að horfa á ölvaðasta manninn á svæðinu ráfa um svæðið. Hann var að reyna slá köttinn úr tunninni en var held ég mun nálægra að slá tennur úr fólki en þennan kött. En svo eftir erfiðið kom hann og hlammaði sér við hliðiná okkur og við byrjuðum aðeins að spjalla á okkar stirðu dönsku. Það gekk ágætlega í nokkurn tíma en þegar Ragnheiður heyrði ekki alveg hvað hann sagði og spurði mig, þá segir hann"hvur fjárinn eruði Íslendingar!" Að sjálfsögðu, ölvaðasti maðurinn á svæðinu Íslendingur :) ÉG verð eiginlega að segja að mér fannst það ganga betur að ræða við hann á dönsku og ekki veit ég hvort það var vegna þess að hann hafði búið þarna seinustu 17 ár og ekki komið til Íslands í 11, eða hann var svona ölvaður eða sambland af þessu tvennu. En allaveganna þá sáum við að þetta samtal yrði nokkuð langt þegar ég sagði honum í 7 skiptið að ég væri í FRAMHALDSNÁMI Í SÁLFRÆÐI hátt og skýrt og fékk svarið: jájá tungumálafræði í spönsku. Við kvöddum því með viktum og tókum seinasta bussin heim.
skrautlegur fýr þessi. Íslenski vinurinn okkar
What´s up pussycat. Christine, sú sem bauð okkur
Ha ha alger snilld :D !!
Hvernig væri lífið ef maður lenti aldrei í svonalöguðu?!?
Kv. Sigga Lóa
einmitt, gerir lífið aðeins grænna