go with the flow...
Jæja, þá er ég búinn að taka aðeins á því í lærdómnum í morgunn og get því með góðri samvisku farið að gera e-ð skemmtilegt í tilefni föstudagsins. Planið hljómar þannig; Gummi félagi minn á afmæli í dag, 24 ára og að klára cand. psych núna í vor,... ég veit ekki alveg hvernig hann fer að þessu? Svo er spurning hvort maður skellir sér í snjóbolta með Heklunni eftir það, en allaveganna verð ég á þeirra árlega smíðakvöldi í kvöld. Ég veit nú ekki alveg hvað á að smíða, enda efast ég um að það sé markmiðið líkt og í saumaklúbbum þar sem oft er nú ekki mikið saumað,..hehemmm...þ.e.a.s. allaveganna hef ég heyrt það! Svo á laugardaginn er síðbúið fastelavnsball eða grímuball hjá vinkonu Ragnheiðar úr skólanum. Í ár ætla ég að vera Mona Lisa með dularfulla brosið og Ragnheiður hafði hugsað sér að vera Beethoven og níunda sinfónían...hvernig sem hún ætlar að fara að því hmmm...Nei, ég held að maður taki bara pott með sér og verði Pottasleikir til að hafa þetta einfalt. Svona hljóðar nú planið e-n veginn...annars ætti ég ekkert að vera gera svona plön, maður á bara að "go with the flow"...
góða helgi!