mánudagur, september 06, 2004

spiderman, spiderman...

Einhversstaðar heyrði ég að hver manneskja gleypi/innbyrði að meðaltali um átta köngulær. Það hryllir nú eflaust í mörgum við að heyra þessar fréttir, og má nú deila að sjálfsögðu um þær. Þessi könnun er að mig minnir Bandarísk og eru mun fleiri köngulær þar en hér þannig að staðsetning skiptir því frekar miklu máli. Mér var hugsað til þessa þegar ég fékk flugu í hausinn þegar ég var að hjóla, ekki í formi hugmyndar, heldur frekar sem snarls. Hvað ætli Danir gleypi mikið að flugum yfir mannsævina. Þeir hjóla líklega einna manna mest og ekki er hörgull á flugum hér get ég sagt ykkur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed