mánudagur, september 06, 2004

hjólum í ´etta

Jæja, þetta er nú búinn að vera meiri hjóladagurinn! Fyrri hlutinn af deginum er búinn að fara í að setja saman hjól sem Ragnheiður keypti í BILKA á 800 kall danskar, sem er fínt verð fyrir fjallahjól. Það er náttúrulega samt meira en 700 krónur sem það kostaði á útsölu daginn eftir að við keyptum það :( Men sadan er nu livet. Allaveganna, þá var það svona ódýrt því maður þurfti að sjá um megnið af samsetningunni sjálfur. Maður er nú ekki svona “quite the handyman” og plús þá voru leiðbeiningarnar hrikalegar, þannig að maður þurfti að hafa ansi mikið fyrir þessu. 'Eg er nú að gera stutta sögu langa, en jæja hvað með það. Eftir að hafa kastað þessu frá sér í pirringi tók maður sér smá pásu, og horfði á einn friends. Síðan tók maður til óspilltra málanna. Þetta var svona sigur mannsandans á erfiði og er maður reynslunni ríkari eftir þetta. Nú kann ég að setja saman hjól :) Svo var að sjálfsögðu hjólað!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed