fimmtudagur, september 09, 2004

ég kann að segja "en öl og to snafs", eða "en snafs og to öl"...

úff, það er eitt að lesa og skrifa dönsku, en að skilja er allt annað. Núna er ég búinn að fara í þrjá tíma í skólanum, og jú skilningurinn fer aðeins aukandi, en það mun taka alla önnina þar til ég er farinn að geta skilið nóg til að það nýtist mér. Þess vegna ætla ég að skella mér í dönsku skóla! Já, það er greinilegt að þessi 6-7 ár í skóla voru ekki nóg. Það verður fínt!
Annars slæmar fréttir af fótboltamálum. Ég ætlaði að kíkja á boltann hérna með Íslendingaliðinu Árósum, en það hittist bara svo illa að þær tvær æfingar sem þeir hafa á viku skarast einmitt við þá daga sem ég er lengst í skólanum! Spurning að kíkja á e-ð af dönsku liðunum...aha það er hugmynd!
Annars verður stemming á morgunn þegar það verður hópmæting á landsleik Íslands og Danmerkur í körfu. Aldrei farið á körfuboltaleik áður, en ég hef samt séð körfubolta áður...en þá var hann bara uppá vegg inní búð.
gunz


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed