fimmtudagur, september 02, 2004

Fyrsti skóladagurinn

Jæja í dag 1. september fór ég í skólann í fyrsta skipti, ég var frekar stressuð svo ég vaknaði snemma og tók strætó, ég ætlaði sko ekki að koma of seint. Ég var komin kl hálf níu hálftíma áður en ég átti að mæti er það ekki einum of.... ojæja þýðir ekki að spá í því, . . . heyrðu þegar ég kem að skólanum sé ég bara fólk í íþróttagöllum og mikil læti mér er skipað í rásmark og á að taka 100 metrana upp að skólanum þar kem ég að röð í skráningu þar eru meiri æfingar og allir starfsmenn skólanns í íþróttagöllum og svaka stuð okkur er svo vísað inn í íþróttasalinn með kerti í hönd. Þegar allir voru sestir kom svo skólastjórinn klæddur í hjólabuxur og íþróttabol og með fimm medalíur um hálsinn þetta var nú ekki beint eins og í MK sæi ég margréti skólameistara fyrir mér í þessu outfitti GLÆTAN. Svo hélt hann smá ræðu og þetta var skemtilegasta ræðan því maður var bara í hláturskasti. Góð byrjun á nýjum skóla. Svo fórum við með bekknum okkar og fengum smá meiri kynningu á náminu og túr um skólasvæðið. Ég var frekar stolt yfir að hafa skilið bara nánast allt:) Síðan fór bekkurinn saman á kaffihús og þá skildi ég mest lítið:( en það kemur vonandi.
Svo fór ég og hitti Gunna í íbúðinni okkar og við ákváðum við að skella okkur í Ikea uppáhalsbúðina okkar þessa dagana. Við vorum alveg jafn lengi og síðast lengi lengi og nú gekk allt upp við keyptum rúm og eldhúsborð, skrifborð, ljós og margt margt fleira það var svaka gaman.
Við flytjum örrugglega inn á föstudag eða laugardag. Gerður og Kjarri ætla að koma í heimsókn seinna í mánuðinum og vonandi kíkir hún Hjördís frá Jelling líka:)
Við erum ekki búin að læra að setja inn myndir svo að það verður eitthvað að bíða því miður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed