Viðburðarrík vika
Jæja þá er maður bara komin með eitt stk bloggsíðu.
'Eg og Gunni lögðum af stað síðastliðinn föstudag til kóngsins Köbenhavn. Það gekk nú allt rosa vel framan af. Þar til við vorum komin á Hovedbanegarden því að þá fékk Gunni frekar stórt áfall en hann fattaði að hann hafði skilið bakpokann sinn eftir í lestinni frá Kastrup með fartölvunni og passanum o.fl. Hann hljóp eins og óður maður í kringum töskurnar okkar í smá stund og stökk síðan af stað að leita að lestinni sem var að sjálfsögðu löngu farinn. Hann hljóp svo nokkra hringi um lestarstöðina að leita að einhverjum til að hjálpa sér en klukkan var orðin of margt allt lokað. Við fórum því heim til vinafólks foreldra Gunna sem voru svo ljúf að leyfa okkur að gista hjá sér yfir helgina. Daginn eftir hringdi Gunni á lestarstöðina og einhver rosagóð manneskja hafði skilað töskunni ég var alveg viss um að við sæum hana aldrei aftur en Danir eru gæðablóð.
Á laugardeginum vorum við í afmælisveislu hja Niels Syni Karinar sem við fengum að gista hjá. Það var ólíkt því sem við eigum að venjast þar sem það var skálað í kampavín kl 1 um daginn og svo var setið og borðað og drukkið í þrjár klst ekkert staðið upp. Kl 4 fórum við inní miðbæ og hittum Gerði og Kjarra sem voru búin að vera í Köben síðan á mánudag. Þau voru hress og ég og Gerður vorum búnar að plana að fara að versla svo að við löbbuðum upp í Fiskitorvet við komum þangað kl 5 en því miður þar sem það var laugardagur þá lokaði kl 5 og ég gat ekkert verslað:( Við könnuðum bæjarlífið um kvöldið og það var mjög gaman.
Sunnudagurinn var þaulplanaður hjá okkur við ætluðum í TIVOLI. En Karin og Kare ( fólkið sem við gistum hjá rosalega næs fólk) buðu okkur fyrst í túristasiglingu um borgina með gæd og öllum pakkanum það var mjög sniðugt og lærdómsríkt, svo fórum við og fengum okkur að borða á fínu kaffihúsi. Síðan fórum við í TIVOLI keyptum okkur öll dagskort. Ég er soldill kjúklingur í sona tivolítækjum en þau náðu að plata mig í gullturninn sem er 70 m hátt frjálst fall ég er ekki að grínast ég hef aldrei á ævinni verið jafn ógeðslega hrædd á ævinni. ALDREI! en það var rosa stuð .
Til hamingju með bloggið!!
Ég var nú eitthvað búin að gleyma því að þú værir að fara til Danmerkur, en ég man það núna:) Ætlaði alltaf að bjóða þér í heimsókn á garðana... en það verður bara að bíða þar til þú kemur aftur.
Turninn í Tívolí er bestur í heimi!