Ta´ 3, betal for 2!!
Jæja, þá heldur verlslunaræðið áfram. Í gær voru það IKEA mublurnar (sem voru síðan flestar ekki til), og nú voru það daglegu rekstrarvörurnar í BILKA. Það er nú búð fyrir þann sem hagsýna sem ætlar að versla til næstu tveggja ára. Þetta er ódýrasta búðin og ekki nóg með það, heldur er hún með fullt af tilboðum sem hljóma þannig að ef þú borgar fyrir tvö stykki, eða oftast þrjú, þá færðu eitt ókeypis eða góðan afslátt. Það væri mjög fínt fyrir þann sem hefur nægt pláss til að geyma alla hlutina, en aðeins erfiðara fyrir okkur. Ég meina, það er ekki endalaust pláss fyrira 10 stykki af handsápum, sex kjúklinga á 1000, eða pottasett fyrir sex mann fjölskyldu. En þetta er samt alger snilld! fínt fyrir heimilið. Maður verður bara aðeins að passa sig, tvær sultukrukkur og þú sparar 2 dkr eru ekki skyldukaup bara til að spara.