föstudagur, ágúst 27, 2004

Árósar nýtt heimili

Jæja þá kom mánudagurinn og Kare var akkurat líka að fara að taka lest út á land þannig að við akváðum að vakna kl 7 og taka lestina með honum það var soldið erfitt að vakna eftir að hafa sofið út í marga daga. Við tókum lestina til Árósa en ég hef aldrei komið þangað by the way.
Björg frænka hans Gunna tók á móti okkur á lestarstöðinni en þau voru svo góð að leyfa okkur að búa hjá sér þangað til við fengjum íbúð. Það eru engar innanbæjarlestir í árósum en það er gott strætókerfi. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir fórum við í smá ferð í bæinn. Það er mjög sérstakt eftir að hafa verið í Köben að koma þarna í miður í bæ það heitir allt það sama og lítur eins út ,strikið lestarstöðin beint fyrir framan og götunöfn og sona nema allt bara miklu miklu minna sona soldið kruttilegt. Ég komst loksins í H&M eftir langa bið (ástæðan fyrir að ég flutti til Danmerkur ekki segja neinum)
Daginn eftir fórum við að stussast finna skólann og tala við allskonar fólk í sambandi við íbúð kennitölu o.fl . Við vorum frekar sátt þegar við komumst að því að skólarnir okkar voru með ca200 m millibili. Góðu fréttirnar héldu áfram að koma á færibandi því við fengum einnig að vita að við værum búin að fá íbúð! Samkvæmt biðlistanum vorum við nr 28, en við vorum ekkert að kvarta undan því :) 'Ibúðin er meget "smuk og hyggelig" og flytjum við inn þann 1.sept. Við fórum í "smá" göngutúr þangað og komumst að því að það er aðeins lengra þangað en en leit út á kortinu. En það verður ekkert mál að hjóla þetta þegar það kemur með gáminum í næstu viku.
Svo á fimmtudagskvöldið fórum við og kíktum á aðalkaffihúsin í bænum samkvæmt Gumma en hann sýndi okkur hvert væri best að fara (Gummi er vinur hans Gunna úr sálfræðinni og er búinn að vera hér í 1 ár . Þangað til næst.......0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed