þriðjudagur, ágúst 31, 2004

KAPPELVÆNGET 38 A

Mánudagur Við vöknuðum snemma í dag og fórum að skrifa undir leigusamninginn og það gekk allt mjög vel svo ákváðum við að fara að skoða íbúðina sem við hefðum að sjálfsögðu átt að gera áður en ég meina skiptir ekki máli. Svo við fórum upp í Kappelvænget 38a og hittum varmemesterenn eða e ð soleiðis og kíktum inn íbúðin er 44 fm og við vorum einhvern veginn búin að ímynda okkur að hún væri aðeins stærri og gólfin eru frekar ljót en ég meina þetta er ÍBUÐ. Svo fórum við seinnipartinn í IKEA með Björgu. Það er ekki langt í burtu frá heimilinu þeirra en strætókerfið bauð nú ekki alveg upp á bestu leiðina þannig að við vorum næstum einn og hálfan tíma á leiðinni þangað fúff. Það var mjög gaman að versla en soldið erfitt það var svo erfitt að ákveða ALLT, líka útaf því að maður var ekki með öll mál á íbúðinni. En svo vorum við búin að vera í IKEA í langan langan tíma og finna allt og mjög sátt þá fórum við að sækja stóru hlutina á lagerinn þá var bara ekkert til á lagernum sem við ætluðum að kaupa svo að við verðum að fara aftur seinna þegar það er allt til en við keyptum samt alskonar smálegt mottu eldhúsáhöld ofl soleiðis nú er ég bara að hvíla lúin bein. Við fáum lykilinn á miðvikudag og gámurinn kemur á fimtudaginn svo að við flytjum líklega fim, fös, laugardag. Svo má ég ekki gleyma að ég er að byrja í skólanum á miðvikudag allt að gerast. Gunni fór á kynningarfund síðasta fimtudag en skildi mjög lítið ekki frekar en hinir 14 íslendingarnir, svo að þau fengu annann kynningarfund á ensku. Ég vona að mér gangi betur að skilja gúlp. Það kemur allt í ljós bless bless

3 Comments:

At 6:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju med íbudina! Eg vildi ad eg gæti farid og gert mina skonsu heimilislega en hun er nu bara fyrir tæpa 4 manudi svo ekki borgar tad sig!
Eg vona ad tad se samt plass fyrir gesti ;)
Hjordis

 
At 9:08 e.h., Blogger Kristín H said...

Til hamingju með nýju íbúðina, ég veit hún verður rosa flott hjá ykkur. Hlakka til að sjá myndir af henni:)
Kveðja
Kristín H

 
At 9:49 e.h., Blogger Drekaflugan said...

nóg pláss fyrir gesti þú ert velkomin í heimsókn Hjördís

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed