Festuge
jæja þá er byrjuð festuge hér í árósum sem er eins og menningarnótt sem stendur í viku byrjaði á föstudag og þá er allskonar að gerast t.d. tónleikar og götulistamenn og allir með öl í hönd að hætti dana. Ég og Gunni kíktum á þetta á laugardaginn og leist bara ágætlega á fórum á tónleika með danskri hljómsveit veit ekkert hvað hún hét en það var svaka gaman. Gerður var búin að segja mér frá einhverri nýrri rísandi stjörnu hér í Danaveldi sem hún fór á tónleika með og heitir Swan Lee jæja allavegana þá vildi ég sjá þessa söngkonu og spurðist mikið fyrir um, það virtist nebbla ekki vera til dagskrá fyrir hátíðina (eins og þeir eru nú skipulagðir danirnir) og eftir langa leit fann ég stelpu sem vissi svarið og þá hafði hún verið að performa daginn áður TÍPÍST, en þrátt fyrir það skemtum við okkur mjög vel. Við hittum Gumma og bróður hans Danna og röltum um miðbæinn með þeim þangað til seinna heyrumst og tölumst og allt það